Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 95
SKÝRSLU R STARFSMANNA
89
Um s.l. áramót voru starfamli (lreifingarstöðvar hjá 11
búnaðar- og nautgriparæktarsamböndum með alls 28
sæðisbrúsa. Skýrslur liafa borizt frá 37 sæðingarmönn-
úm, sem sæddu kýr með djúpfrystu sæði s.l. ár. Alls
voru sæddar 15073 kýr árið 1970, og fylgir bér með
yfirlit um sæddar kýr á árinu og bve margar liéldu við
1. sæðingu á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Til
skýringar á því skal tekið fram, að kýr, sem sæddar eru
tvisvar innan 10 daga, eru ekki taldar með, þegar árang-
ur er reiknaður, en tala þeirra sett í sviga aftan við tölu
1. sæðinga. Miðað er við, að kýr bafi ekki verið sæddar
aftur innan 60—90 daga (e. a. í töflunni).
Yfirlit um sæddar kýr á árinu 1970.
Hérað 1. sœð. 1970 1. sæð. 1/1-31/10 e.a. %
Borgarfjörður .... 2573 2330 (— 71) 1518 67,2
Snæfellsnes 688 641 (— 12) 338 53,7
Dalir 362 340 (— 1) 235 69,2
Vestfirðir 238 213 (— 7) 138 67,0
A.-Húnav.sýsla .... 1134 1114 (— 17) 729 66,5
Skagafjörður .... 1785 1724 (— 46) 1210 72,1
Eyjafjörður 5131 4696 (— 126) 3186 69,7
S.-Þingeyjarsýsla . . 1456 1338 (h- 24) 946 72,0
N.-Þingeyjarsýsla . . 58 52 38 73,0
Austurland 1336 1276 (— 24) 940 75,1
A.-Skaftaf.sýsla 312 298 (— 7) 191 65,7
Samtals 15.073 14.022 (— 335) 9469 69,5
Hinn 12. febrúar hætti S.N.E. dreifingu á fersku sæði.
Frá áramótum liöfðu þá verið sæddar í Eyjafirði 394 kýr
frá stöðinni á Lundi.
Árið 1969 voru sæddar 700 kýr með djiipfrystu sæði,
eins og áður liefur verið skýrt frá. Lokauppgjör fór fram
í marz s.l. og fer liér á eftir.