Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 98
92
BUNAÐARRIT
þess, að ástæða þótti til að fá annað, e. t. v. betra, holda-
naut í stað hans. Ljómi V108 varð fyrir því slysi að fót-
brotna, og varð því að fella liann. Óri V105 var felldur,
eftir að safnað liafði verið úr lionuni sæðisbirgðum.
Nautastofninn er þessi um s.l. áramót: 7 I. verðl. naut,
16 á aldrinum 1—7 ára, 1 lioldanaut oí; 6 kálfar á fvrsta
ári, og eru þeir og eitt naut á 2. ári á Lundi.
Sæðingarskýrslur berast inánaðarlega frá sæðingar-
mönnum til stöðvarinnar, og hef ég gert þær upp jafn-
óðum til þess að fylgjast sem bezt með árangri lijá þeim.
Niðurstöður lief ég sent sæðingarmönnum á 4 mánaða
fresti. Einnig lief ég tekið sarnan, live vel kýr halda
við liinum ýmsu nautum og sent sæðingarmönnum þær
niðurstöður. Þrjii fréttabréf samdi ég til sæðingarmanna
á árinu með upplýsingum og leiðbeiningum í starfinu.
Reikningsbald Nautastöðvarinnar sá ég um að mestu
leyti.
Nautastöðin annast innkaup og dreifingu á öllum
búnaði og rekstrarvörum til dreifingarstöðva og lætur
þeim allt í té á kostnaðarverði.
Á árinu var haldið áfram byggingu geymslu, og lokið
var við smíði lilöðu (ca 600 m:‘) og innréttingu á nýjum
fjóshluta með 12 nautabásum. Sveinn Gestsson, aðstoð-
armaður minn, vann allmikið við þær framkvæmdir auk
nautaliirðingar, bifreiðastjórnar og fl. Eins og áður hirti
ég nautin, þegar Sveinn var ekki við.
Nýr útbxinaður í Gufunesi gerir nú köfnunarefnis-
afgreiðslu þar einfalda og mjög örugga. Eru þar alltaf
um 400—500 lítra birgðir, en mánaðarnotkun liefur ver-
ið 600—700 1 að undanförnu. Köfnunarefni og sæði liefur
verið flutt að mestu leyti með bifreiðum til dreifistöðva
á Vestur- og Norðurlandi, en í flugvélum til Vestfjarða
og Austurlands.
FerSalög. 1 janúarlok sat ég fund með stjórn Búnað-
arsambands S.-Þingeyinga og fulltrúum hreppanna á