Búnaðarrit - 01.01.1971, Side 101
SKÝRSLU R STARFSMANNA
95
vert Norðurland, og var á þeim svæðum gefið \-enju
fremur á sauðburði. Um norðaustanvert land var mjög
þurrviðrasamt í maí og júní, en júlí var með fádæmum
kaldur um land allt, svo að hægt greri, enda var gras-
spretta með minna móti um land allt. Dilkar voru með
vænna móti á öskufallssvæðum, sem að líkum má þakka
betri vorfóðrun samfara færri fénaði í högum, en sums
staðar á landinu voru dilkar rýrari en árið áður. Víðast á
Suður- og Vesturlandi voru dilkar mun vænni en 1969.
Meðalfallþungi dilka 1970 var 14,34 kg eða 0,36 kg
meiri en haustið áður. Sauðfé framtalið í ársbyrjun 1970
var 780.571 kind eða um 39600 færra en árið áður. Ær
í ársbyrjun voru 675.970, næstum 28.600 færri og ásetn-
ingslömb rúmum 10 þúsundum færri en 1969.
1 sláturhúsum var slátrað 759.232 kindum, þar af
694.355 dilkum. Heildarmagn kindakjöts lijá sláturhús-
um var 11.280 lestir, eða 5,86% minna en liaustið 1969.
Heimaslátrun má áætla svipaða og áður eða um 40.000
fjár.
Stofnrœktarbú. Sömu bú voru starfandi og um getur
í starfsskýrslu 1969. Þegar má greina góðan kynbótaár-
angur á vissum sviðum lijá viðkomandi búum.
SauSfjársýningar. Haustið 1970 voru aðalsýningar á
Norðurlandssvæði frá Eyjafirði til Hrútafjarðar og í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, afkvæmasýningar voru
einnig á Vesturlandssvæði, og millisýningar fjárræktar-
félaga og búnaðarsambanda víða um land. Sýningar
liófust 7. september og lauk 27. október. Við Sveinn
Hallgrímsson dæmdum á allflestum sýningum á Norður-
landssvæðinu, en Egill Bjarnason, ráðunautur, var aðal-
dómari á afkvæmasýningum í Strandasýslu, Jón Hólm
Stefánsson, ráðunautur, dæmdi afkvæmahóp í Vestur-
Isafjarðarsýslu og Leifur Kr. Jóbannesson, ráðunautur,
hópa á Snæfellsnesi. AIls staðar vom héraðsráðunautar
okkur til fulltingis í heimahéruðum og blupu undir