Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 102
96
BUNAÐARRIT
bagga, þegar á þurfti að halda í öðrum landshlutum. Sex
héraðssýningar voru Iialdnar að loknum hreppasýning-
um, í Eyjafirði, Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu,
Vestur-Húnavatnssýslu, Strandasýslu og á Snæfellsnesi,
annar hvor okkar Sveins dæmdi sem fulltrúi Búnaðar-
félags Islands á fjórum þeirra, en Egill Bjarnason mætti
fyrir okkar liönd á Snæfellsnesi og Leifur Kr. Jóhannes-
son í Strandasýslu. Um sýningar verður skrifað síðar
hér í Búnaðarritið.
SauSfjársæSingar. Sætt var frá þremur stöðvum í des-
einber 1970. Laugardælir liöfðu 7 hrúta, 4 hvrnda og 3
kollótta, aðalsæðingarumdæmi Suðurland, en einnig látið
sæði í Kjálamesþing og A.-Skaft. Hestur í Borgarfirði
tók við starfsemi Hvanneyrarstöðvarinnar við tilkomu
djúpfrystingar á nautasæði. Á Hesti voru 6 lirútar, 4
hymdir, þrír þeirra úr Mývatnssveit, einn frá Hesti og
2 kollóttir, annar frá Hesti hinn frá Stóra-Fjarðarhorni
í Strandasýslu, aðalsæðingarsvæði Vesturland. Hestur og
Laugardælir höfðu nokkra sæðismiðlun sín á milli.
Lundur við Akureyri var með 7 lirúta, 2 hyrnda, annar
þeirra frá Heydalsá í Strandasýslu, hinn úr heimahéraði,
og 5 kollótta úr Strandasýslu, sæðingarsvæði Norðurland.
Alls vom sæddar frá þessum þremur stöðvum 10.689 ær.
Geitfjárrœkt. Ríkisframlag vegna geitfjárræktar var
veitt 39 geitfjáreigendum á árinu 1970, er höfðu liaft
rúmar 200 geitur á vetrarfóðri 1969—1970. Geitfjáreig-
endum, er framlags nutu, hafði fækkað um fjóra frá
árinu áður, nokkrir fyrri eigendur fallið út, en nýir
komið í staðinn, og vitað er um þó nokkra, er bættust
við eftir fardaga á liðnu ári. Enn er þó svo, að sumir
geitfjáreigendur skeyta ekki um að senda skilagrein til
Búnaðarfélags Islands um eign sína, og telur Hagstofa
íslands 249 geitur á fóðri 1. janúar 1970. Skýrsluhaldi
geitfjáreigenda er enn mjög ábótavant, og verður ekki