Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 104
98
BUNAÐARRIT
Furularstaðir voru í búnaðarskólum að Storháve við
Lillehammer og Klones í ofanverðum Guðbrandsdal.
Fyrsta fundardag, 25. júní, var rætt á víð og dreif um
framtíðar samstarf og starfstilhögun sauðfjárræktar á
Norðurlöndum, og allir sammála um, að nauðsynlegt
væri að kjósa úr okkar flokki stafnbúa, er liéldi um
linútana og hvetti til sameiginlegra slarfa á milli funda.
Næsta dag var rædd norræn samvinna um sauðfjársæð-
ingar og djúpfrystingu hrútasæðis, og gerð grein fyrir
gangi þeirra mála. Dósent Aamdal, Noregi, gaf greinar-
gott yfirlit um árangur sæðinga með djúpfrystu hrúta-
6æði. Taldi hann árangur enn varla viðunandi til að nota
þessa aðferð almennt. Erfiðleikar væru á að koma nógu
mörgum sáðfrumum á tilætlaðan stað við sæðingu.
Samvinna Norðmanna og Gotlendinga með 45
skammta af frystu sæði til hvors aðila gaf 55% ár-
angur síðastliðinn vetur. Bezti þynningarvökvi 61%,
bezti hrútur og vökvi 75%, meðaltals árangur af fersku
sæði innan viðkomandi landa 70% við endurteknar sæð-
ingar tvo daga í röð. Sæði úr gömlum lirútum er ófrjó-
samara en var á þeirra beztu árum. Til stóð, að dósent
Aamdal kæmi hingað til lands í lok nóvember síðast
liðins, til töku og frystingar á íslenzku hrútasæði, sem
átti að nota til reynslu í Noregi, en varð ekki af. Til-
raunastjóri, Sölve Johnsson, Ultuna, Svíþjóð, gerði grein
fyrir störfum samstarfsnefndar í fóðurtilraunum. Nokkur
samvinna er þegar komin á milli Norðmanna og Svía
í fóðurtilraunum sauðfjár, en liin löndin standa enn að
mestu utanveltu, Island fyrst og fremst vegna fjarlægðar.
Nefndin hefur þó komið sér saman um drög að sam-
starfsáætlun í sex liðum, svo að vænta má nokkurs árang-
urs, áður en langt um líður.
Daginn eftir, 27. júní, voru til umræðu framtíðarmögu-
leikar sauðfjárræktar á Norðurlöndum og samkeppnis-
aðstaða miðað við annað búfé og aðra atvinnuvegi. Aðal-