Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 105
SKÝRSLUR STARFSMANNA
99
framsögn flutti Sven-Erik Sidén hagfræðiráðunautur í
Norður-Svíþjóð, sem hafði uimið að viðkomandi verkefni
í sínu liéraði um nokkurra ára skeið. Hann sagði, að ef
tekin væru 20% beztu fjárbúin, þá gæfu þau sem næst
helmingi meiri arð en meðaltal allra skýrslufærðra búa
í hans héraði og einnig að sauðfjárrækt í hans héraði
stæði mjög vel gagnvart holdanautakjötsframleiðslu.
Olav Moen, héraðsráðunautur og formaður í „Norsk
Sau- og Geitalslag“, sagði frá hyrjunarrannsóknum Norð-
manna á þessu sviði, sem grundvallast á samvinnu
margra vísinda- og þjóðfélagsstofnana. Ég og fulltrúar
liinna landamia gátum ekki sagt, að málefnið liafi verið
tekið til gagngerðrar meðferðar lieima fyrir, en sögðum
okkar liug frá eigin brjósti. Samþykkt var að þetta skyldi
verða höfuð málefni næsta fundar í Finnlandi 1972.
Agronom Agneta Ólafsdóttir Brasch var kosin ritari
okkar ráðunauta (Internorden) til næstu ára, hiin á að
halda okkur vakandi og hvetja til dáða. Að sjálfsögðu
var okkur boðið til málsverðar nokkrum sinnum þessa
daga, m. a. af landbúnaðarráðuneytinu og N.K.F. (Norsk
Kjött og Fleskecentral). N.K.F. líkaði vel íslenzka dilka-
kjötið, en liefði gjarnan viljað fá meira af 17—20 kg
föllum. Flesta dagana voru famar smá kynnisferöir um
nágrenni fundarstaða, og síðasta daginn, 28. júní, var
lmldið nm fjallabyggðir, skoðuð sumarbeitilönd og sel-
stöðvar, m. a. sumarsel Sauðfjár- og geitfjárræktarsam-
bandsins norska í Griningsdalen, þar sem vélmjólkaðar
em riimlega 200 geitur. Fundarslit voru um kvöldið í
Lillehammer.
Ferðin í heild var lærdómsrík og skemmtileg, og lofar
góðu um aukna gagnsemi af samstarfi sauðfjárræktar-
ráðunauta fyrir Norðurlöndin öll.
Um mánaðamót ág.—sept. dvaldist hér um vikutíma A.
O. Rasmussen, forstöðumaður við Tune endurhæfinga- og
námskeiðamiðstöð búvísindamanna í Danmörku. Tune