Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 111
SKÝRSLUR STARFSMANNA
105
nokkrum dögum í móttöku erlendra gesta á vegum
Búnaðarfélagsins. Þá ritaði ég greinar í Ársrit Rækt-
unarfélags Norðurlands og Búnaðarritið. Mjög mikill
tími fór í að endurskipuleggja uppgjör á skýrslum fjár-
ræktarfélaganna, undirbúning og prentun á vasafjárbók-
inni og fleira þar að lútandi.
Ég sat í xitvarpsfræðslunefnd ásamt Jónasi Jónssyni til
loka Búnaðarþings. Sáum við um þáttinn Spjallað við
bændur, ásamt Árna Jónassyni, erindreka, af bálfu Stétt-
arsambands bænda, fram að þeim tíma. Við sáum auk
þess um bændavikuna, sem var 6.—10. apríl að báðum
dögum meðtöldum. Voru baldin tvö og þrjú erindi og
eða viðtöl á (legi liverjum. Jónas Jónsson mun skýra
nánar frá dagskrá Bændavikunnar. Þá sáum við einnig
um Bændavökuna fyrir hönd Búnaðarfélagsins, en fyrr
í þessari skýrslu var frá því skýrt, hverjir lögðu til efni
hennar. Eins og venja er, flutti Þorsteinn Sigurðsson,
bóndi og formaður Biinaðarfélags Islands, lokaorð
Bændavökunnar.
Þess var getið liér að framan, að ég skoðaði fé á nokkr-
um bæjum á Fljótsdalshéraði, er ég var þar á ferð í
janúar. Á ferðalagi, sem ég fór um Austurland síðla
vetrar 1967, varð ég þess var á fundum og víðar, að all-
nxikið bar á tannlosi í saxxðfé. Töldu margir bændur
þetta eitt mesta vandamál Austurlands, og margir bænd-
xir á þeinx svæðum, þar sem tannlos lierjar mest, bvöttxx
mjög til þess, að hafin yrði athugun á orsökxnn tannloss-
ins. Þar sem það yrði mikiö verk og erfitt og meira á
sviði dýralækna, var ráðist í að gera athugun á xitbreiðslu
tannlossins í Mxilasýslum til að fá hugmynd um, hve al-
gengt það væri, og ef það mætti verða til að vekja at-
hygli réttra aðila á þessu vandamáli. Voru útbúin eyðu-
blöð í þessu skyni, og sá Örn Þorleifsson um að fá þau
xitfyllt í breppunxim. Því miður bafa ekki borizt skýrsl-
ur xir öllum lireppxim, en vonir standa til, að xir rætist.