Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 112
106
BÚNAÐAKIUT
Verður þá hægt að birta niðurstöður þessarar athugunar.
1 nóvember og desember vann ég með Stefáni Scli.
Thorsteinssyni að undirbúningi að fræðilegu uppgjöri á
afkvæmarannsóknum þeim, sem farið hafa fram á Hesti
í Borgarfirði síðan 1957.
Ásta Jóhannsdóttir, tölvuritari, var að liálfu hjá sauð-
fjárræktinni þar til hún hætti í maí. Um miðjan október
var Amheiður Sigurjónsdóttir ráðin í hennar stað. Ég
vil að lokum þakka fyrir gott samstarf á liðnu ári.
Ritað í janúar 1971
Sveinn Hallgrírnsson.
Hrossarœktarráðunauturinn
Frá slitum á Hrossaræktarsambandi Norðurlands var
endanlega gengið 25. janúar. Átti sambandið 7 stóð-
hesta skuldlausa: Fjölni 592, f. 1957, Þokka 607, f.
1960, Vattar 595, f. 1960, Stíganda 625, f. 1962, Roða
(e. í ættarbók), f. 1963, Börk 682, f. 1964 og Eyfirðing
654, f. 1964. Eftir að þrjú ný hrossaræktarsambönd höfðu
verið stofnuð á Norðurlandi, skiptu þau framangreind-
um stóðhestum á milli sín, tveimur til hvers, eu sá sjö-
undi, Stígandi 625, var seldur að Kolkuósi.
Hrossarœktarsamband Húnavatnssýslu var stofnað 10.
apríl 1970. Formaður er Páll Pétursson, bóndi, Höllu-
stöðum. Fékk það í sinn lilut Vattar 595 frá Blönduósi
og Börk 682 frá Eyhildarholti. Þá keypti það í byrjun
desember Ahel 613, f 1961, frá Hólum, af Sigurði hónda