Búnaðarrit - 01.01.1971, Blaðsíða 114
108
BÚNAÐARUIT
vanaður. Rökkvi 552 var seldur í haust að Húnsstöðum,
A.-Hún. Á tamningastöð sambandsins að Hvítárbakka fór
fram afkvæmaprófun á Létli 586 frá Vilmundarstöðum,
sem sambandið á. Voru tamin 9 trippi, geðsleg og reið-
hestsleg, ganggóð og fínbyggð. IJttekt var gerð 10. maí.
Þeir sýndu á landsmótinu í sumar Frey 579 frá Árbæ
í ölfusi. Var liann afkvæmasýndur og lilaut 1. verð-
laun. Einnig hlutu dóma sem einstaklingar Kvistur 640
og Þytur 710, báðir 2. verðlaun.
Ég ferðaðist að vanda með stjórninni og ráðunauti
til að fylgjast með stóðliestaefnum og fleiri hrossum, svo
sem afkvæmum ýmissa góðra undaneldishrossa og sat að-
alfund 26. apríl í Borgarnesi og stjórnarfund 5. nóv. á
Hesti.
Hrossarœktarsamband SuSurlands notaði vorið 1969
23 stóðliesta til 423 liryssna. Enginn stóðbestur var keypt-
ur það ár, en Bráinn 563 var vanaður og seldur. Andvari
442 var felldur. Á þessu ári var Skjóni 481 felldur og
ungi liesturinn, Þengill frá Eskiliolti, reyndist eineist-
ungur og var vanaður. En nú var heldur betur tekið til
og bætt í skörðin. Keyptir voru: SÖRLI frá Hvítárbolti,
Árn., f. 1966, FAXI frá Skarðhlíð, Rang., f. 1967, FYLK-
IR 707, frá Flögu, Árn., f. 1966 og LEIRI 708, frá Reyni,
V.-Skaft., f. 1966. Allir eru þessir folar vel ættaðir og
efnilegir reiðbestar, Faxi þó ótaminn. Enginn stóðliestur
frá sambandinu var afkvæmaprófaður, en Neisti 587,
Jóns Sigurðssonar, Skollagróf, var afkvæmaprófaður þar
lieima og metinn 24. júní.
Á landsmótinu voru tveir stóðbestar sýndir með af-
kvæmum og hlutu báðir 1. verðlaun, jteir Skýfaxi 548 og
Léttir 600. Einstaklingsdóm fengu: Hrafn 628, 1. v.,
Ljúfur 608, 2. v. og Fífill 690, 2. v.
Ég sat stjórnarfundi 11. febrúar og 21. október. Aðal-
fund sat ég á Selfossi 9. maí. Ég ferðaðist með stjórninni
í fjóra daga seint í apríl.