Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 116
110
BÚNAÐARRIT
Þannig á að vinna að kynbótum. Það er óhæfa, þegar
stóðhestar eru fyrst að koma til afkvæmadóms á elli-
árum, þótt segja megi, að betra sé seint en aldrei. Ég
mældi og skoðaði Hólatrippin 25. nóv. Þá vann ég í
lirossunum 14.—16. apríl, gerði athuganir, kom tamn-
ingartrippum á bak o. s. frv.
Landssamband hestamanna hélt myndarlegt landsmót
á Skógarhólum 8.—10. júlí. Búnaðarfélag Islands studdi
vel að framkvæmd mótsins, lagði því til framkvæmda-
stjóra, sem var Agnar Guðnason, og kostaði dómnefnd
kynbótahrossa ásamt þeim búnaðarsamböndum, sem
dómararnir vom frá. Vom nú í fyrsta skipti dómarar,
sem allir vom ráðunautar og valdir sinn úr liverjum
landsfjórðungi. Þeir voru: Hjalti Gestsson, Leifur Jó-
hannesson, Egill Bjarnason og Sigfús Þorsteinsson auk
undirritaðs. Um 125 kynbótahross komu til móts og
heiðurssætin hlutu Neisti 587, Jóns Sigurðssonar, Skolla-
gróf, og Litla-Stjarna 3297, Kolbeins Sigurðssonar, Hvít-
árholti, bæði úr Hmnamannahreppi í Árnessýslu.
Bezti gæðingur mótsins í reiðhestakeppni var einnig
úr Hrunamannahreppi, Blær Hermanns Sigurðssonar,
Langholtskoti. Þetta er einstæð frammistaða einnar
sveitar í hrossaræktarmálum. Manni verður hugsað allt
aftur til 1912, er Hrossaræktarfélag Hmnamanna var
stofnað af 20 bændum, en fyrsti formaður þess var Ágúst
í Birtingaholti.
Um 190 reiðhestar hestamannafélaganna komu til leiks,
þar sem Blær bar sigur úr býtum. Dómnefnd skipuðu:
Haraldur Sveinsson, Reykjavík, formaður, Björn Jó-
hannesson, Laugavöllum og Steinbjöm Jónsson, Haf-
steinsstöðum. Klárhestar vora sér í flokki og dæmdu þá:
Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Skálliolti, Aðalsteinn Stein-
þórsson, Hæli, og Þrúðmar Sigurðsson, Miðfelli, A.-Skaft.
1 þeim Hokki bar sigur úr býtum Gráni frá Auðsstöðum,
eign Jóhanns Friðrikssonar, Reykjavík. Mikið illviðri