Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 117
SKYRSLUR STARFSMANNA
111
geisaði fyrri daga mótsins og spillti mjög fyrir góðum
framgangi. Lenti allt í hnút og tímaleysi, og varð að drífa
allt í gegn á skömmum tíma síðasta daginn, svo að gildi
sýningarinnar rýmaði mjög.
Fundir og fleira. Ég flutti erindi og sýndi oftast mynd-
ir um leið hjá eftirtöldum hestamannafélögum: Loga
og Trausta í Ám., Gusti, Kópavogi, Herði, Kjós, Þyti,
Neista og Óðni í Húnavatnssýslum, Léttfeta, Hreini og
Stíganda í Skagafirði, Létti, Funa, Hring og Gnýfara í
Eyjafirði, Grana í Húsavík og Freyfaxa og Blæ á Austur-
landi. Fundi sat ég lijá öllum fimm hrossaræktarsam-
böndunum, var boðinn á 20 ára afmælisfagnað Smára í
Hreppum, en varð að afþakka boð Harðarmanna á 20
ára afmælisfagnað. Sjö fundi sótti ég með undirbúnings-
nefnd landsmótsins, bæði í Reykjavík og á Skógarhólum.
Sótti ekki landsþing L. H. á Egilsstöðum s. 1. liaust.
Stjórn Biinaðarfélags Islands taldi rétt, að ég færi á
Evrópumót íslenzkra hesta í Agiedienberg í Þýzkalandi.
Var ég dagana 3.—9. sept. í ferðinni.
1 œttarbókina vom teknir 21 stóðliestur og 39 kynbóta-
hryssur. Þá bókfærði ég 188 unga graöfola af öllu land-
inu með lýsingu og málum. Þá merktum við Egill
Bjarnason nokkra graðhesta í Skagafirði.
Ég liefi á undanfömum árum liaft liug á að fá aðstöðu
í landinu til sæðinga á hryssum. Sii hugmynd virðist nú
úr sögunni í bili eftir upplýsingum, er stjórn Búnaðar-
félagsins fékk hjá forstöðumanni Nautastöðvarinnar. Tel-
ur hann engin dæmi til þess, að tekizt liafi að sæða
hryssur með djúpfrystu sæði. Þá liefi ég heimildir frá
Þýzkalandi, og er kostnaður þar gífurlegur við fram-
kvæmdina, og erfitt við stóðliestana að eiga í slíkum
tilvikum. Ekki hefur enn verið sinnt þeirri tillögu
minni að koma á laggimar sjóði til að liindra útflutning
á góðum kynbótahrossum. Það tæki ekki marga daga
fyrir erlenda peningamenn að lireinsa burtu eina 10 af