Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 118
112
BÚNAÐARRIT
okkar reyndustu og beztu stóðhestum. Þyrfti varla pen-
ingamenn til, verðið er svo lélegt. Mun livergi þekkjast
í heiminum, að góðir kynbótagripir, af hvaða búfjár-
grein sem væri, séu svo illa seldir sem íslenzkir stóðhestar.
Útflutningur á hrossum er til styrktar ræktuninni í land-
inu, ef ekki fer neitt sem heitir af heztu kynbótahrossun-
um. Hins vegar á aðallega að selja geldinga og skilyrði
á að setja, að þeir séu vel tamdir og gæðamat hafi farið
fram. Yöruna á að fullvinna í landinu. Hausatölusjónar-
miðið á að víkja og útflutningsmöguleika á ekki að nýta
sem ruslakistu fyrir Ijótar og lélegar móbykkjur, eins
og oft hefur verið gert. Það er ástæðulaust að bíða eftir
því, að erlendir aðilar segi okkur til í þessu máli, en að
því kemur fyrr en varir, ef ekkert verður að gert. Ilrossa-
ræktarsamböndin hafa lögum samkvæmt ein leyfi til að
flytja út stóðhesta. Þau eiga að sitja að sölu. Eigi þau
ekki hentugan liest í liverju tilfelli, kaupi þau hann á
háu innanlandsverði og selji síðan fyrir uin það hil eina
milljón króna, en það ætti að vera það verð, sem hrossa-
framleiðendur gætu kinnroðalaust verið þekktir fyrir að
þiggja. Nú gætu opnast margar leiðir með tilkomu flug-
vélaflutninga, en Flugfragt flytur liross, hvenær ársins
sem er, en erfiðleikar liafa skapast iðulega vegna þess,
að lögum samkvæmt má ekki flytja liross milli landa á
skipum nema yfir sumartímann.
Ég enda þessa skýrslu mína með því að flytja stjórn
Búnaðarfélags Islands og búnaðarmálastjóra þakkir fyrir
góða samvinnu og augljósan skilning þeirra á málefn-
um hrossaræktarinnar. Bið svo öllum árs og friðar.
Þorkell Bjarnason.