Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 122
116 BÚNAÐARRIT
Önnur tæki: 1967 1968 1969 1970
Heyblásarar (til að blása inn heyi) ... 291 182 58 64
Kartöfluflokkunarvélar 3 10 2 2
Mjaltavélar ... 54 72 44 54
Allmikið var smíðað iimanlands af súgþurrkunarblás-
urum, heyblásurum, mykjudreifurum, lönguin mykju-
sniglum og fleiri tækjum.
Vélasjóður
Starfræksla Vélasjóðs dróst enn saman á árinu. Fram-
ræsluframkvæmdir voru boðnar út á sama liátt og 1969.
Voru tilboð manna í inörg verkanna ótrúlega lág eða
allt niður í kr. 6,40 pr. m3 sums staðar á Suðurlandi.
Vélanefnd miðaði tilboð sín við gildandi vélaleigutaxta
ríkisins, eftir því sem unnt var. Næstum engin verk féllu
í blut Vélasjóðs samkvæmt tilboðum, en liann hélt áfram
með skurðgröft á Vestfjörðum samkvæmt samkomulagi
við Búnaðarfélag Islands. Einnig var unnið með einurn
lokræsaplógi í ölfusi og Grímsnesi. Með þrem gröfum
Vélasjóðs voru aðeins grafnir um 250 þús. m3 á Vest-
fjörðum og um 56 þús. m3 með tveim vélum á Norður-
landi. Auk þess var grafið smávegis í Lundarreykjadal.
Plógræsla varð mjög lítil eða rúml. 320 km af ræsum.
Útboð framræsluframkvæmda liöfðu það enn í för
með sér eins og árið á undan, að einstakir bjóðendur
buðu mjög lágt í gröftinn, eins og áður var sagt. Ollu
þessi lágu tilboð forystumönnum ræktunarsambanda á
Norður- og Austurlandi áhj'ggjum, og töldu þeir tilboðin
óraunliæf. Þeir Iioðuðu því til fundar á Akureyri 24.
apríl. Var þess óskað, að stjórn Búnaðarfélags íslands
og vélanefnd mættu á fundinum. Fór ég til fundarins
ásamt stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóra,
Sveinbirni Jónssyni, lögfræðingi Búnaðarfélags Islands,
og Bimi Bjarnarsyni, ráðunaut. Ekki fengu fundarboð-
endur stjóm Búnaðarfélags Islands á sitt mál um það,
að tilboð í skurðgröft á Norður- og Austurlandi væru