Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 125
SKÝRSLUR STARFSMANNA
119
stjórnar og ráðunauta sambandsins. Umræðuefni fund-
rins var fóðuröflun, og flutti ég erindi um votlieysverk-
un. f febrúar sat ég kalráðstefnu og búnaðarliagfræði-
ráðstefnu. Á Búnaðarþingi flutti ég stutt erindi um
notkun raforku í sveitum. 5. marz mættum við Jónas
Jónsson á fundi Ræktunarfélags Flóa og Skeiða á Sel-
fossi. Flutti ég þar erindi um votheysverkun. 21. inarz
flutti ég erindi um notkun raforku í sveitum og raf-
inagnsgjaldskrár á bændafundi bjá Búnaðarsambandi
Kjalarnesþings. Á þeim fundi var einnig Gunnar Guð-
bjartsson, sem ræddi verölagsmál. Dagana 23.-26. marz
ferðuðumst við Jóbannes Eiríksson um Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu, liéldum þrjá fundi og heimsóttum
nokkra bændur. Með okkur í ferðinni var Leifur Ivr.
Jóbannesson, ráðunautur. Á fundum þessum ræddi ég
einkuin um fjósbyggingar.
í apríl mætti ég ásamt Agnari Guðnasvni á fundum
að Flúðuin, Hrunamannahreppi og Hvoli, Hvolhreppi.
f bæði skiptin var fóðuröflun, aðallega grænfóðurrækt-
un og votheysverkun á dagskrá. Dagana 21.—24. apríl
ferðaðist ég um Suður-Þingeyjarsýslu með Stefáni
Skaftasyni, ráðunaut. Heimsóttum við bændur, sem
hugðust byggja votbeysgeymslur og leiðbeindum um
gerð votlieysgeymslnanna og staðselningu þeirra við
gripahúsin, þannig að vinnuaðstaða við fvllingu, tæmingu
og fóðrun yrði sem bezt. Koinum við á 16. bæi. Fundur
var haldinn að Hólmavaði, þar sem ég ræddi um tækni
við votheysverkun.
í byrjun maí mætti ég á tveim fundum í Húnavatns-
sýslum, fyrst á Blönduósi og síðan í Ásbyrgi, Miðfirði.
Ræddi ég þar um tækni við votlieysverkun og votlieys-
geymslur. Einnig voru á þessum fundum Ólafur Sigurðs-
son, forstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins, og
fngvar Gýgjar Jónsson, byggingafulltrúi. í þessari ferð
heimsótti ég einnig nokkra bændur. Síðari hluta maí og