Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 126
120
BÚNAÐARRIT
í júníbyrjun ferðaðist ég í nokkra daga imi Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu ásamt Bjarna Arasyni, ráðunaut, og
Bjama Óskarssyni, byggingafulltrúa. Heimsóttum við
bændur, sem ætluðu að byggja votlieysgeymslur og leið-
beindum um gerð þeirra og staðsetningu við gripaliúsin.
Komum við alls á 19 bæi. Síðari liluta júlí ferðaðist ég í
tvo daga um Eyjafjarðarsýslu með Ólafi Vagnssyni,
ráðunaut, og leiðbeindi bændum um byggingar. 1 ágúst
sat ég ylræktarráðstefnu á vegum Sölufélags garðyrkju-
manna. Stóð hún í tvo daga, en sökum utanferðar gat ég
ekki verið á ráðstefnunni síðari daginn.
Hinn 6. september flaug ég austur að Fagurliólsmýri
og ferðaðist síðan um Austur-Skaftafellssýslu. Heimsótti
ég bændur, sem hugðu á byggingaframkvæmdir, athug-
aði aðstæður hjá þeim og leiðbeindi um byggingarnar.
1 þeirri ferð kom ég alls á 20 bæi.
Auk þeirra ferðalaga, sem bér eru upp talin, fór ég
á árinu nokkrar stuttar ferðir um Ámessýslu og Borgar-
fjörð og leiðbeindi bændum um byggingu gripahúsa.
Ferðalag erlendis
Hinn 8. ágúst fór ég utan til Noregs, þar sem ég sat ráð-
stefnu norskra bygginga- og bútækniráðunauta, sem
haldin var á Kalnes bændaskólanum í östfoldfylki. Slík-
ar ráðstefnur em venjulega haldnar annað livert ár, og
er þar fjallað um ýmsar nýjungar á hygginga- og bú-
tæknisviðinu. Að þessu sinni stóð ráðstefnan í 6 daga,
og vom Jiátttakcndur um 70 talsins. Ýmislegt var á dag-
skrá ráðstefnunnar, s. s. mengun áa og vatna vegna af-
rennslis lir votheysgryfjum, hálmlútunar og búfjáráburð-
ar; loftræsting peningshúsa og vandamál vegna eiturgas-
myndana í fljótandi búfjáráburði; gólf í gripahúsum
(slitlag í hásum og stíum); verksmiðjuframleiðsla gripa-
húsa; grænmetis- og kartöflugeymslur o. fl. Síðasta dag
ráðstefnunnar var rætt um graskögglagerð og fóðrun