Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 127
SKYRSLUR STARFSMANNA
121
með graskögglum, og sáum við „Taarup-Unidry“ færan-
lega graskögglaverksmiðju í gangi. Miklar endurbætur
liafa nú verið gerðar á henni eftir þá reynslu, sem fékkst
sumarið 1969. Farið var í kynnisferð að búnaðarháskól-
anum að Ási og tilraunir skoðaðar á „Insitittutt for
Bygningsteknikk“ og „Landbruksteknisk Institutt“.
Einnig var farið í kynnisferð um östfold-fylki og nokk-
ur nýleg gripahús skoðuð. — I Noregi eru það einungis
bútæknimenntaðir menn, einn eða fleiri, ásamt aðstoðar-
mönnum lijá hverju fylkisbúnaðarfélagi, sem sjá um
skipulagningu og teikningu gripahúsa fyrir bændur.
Þegar ráðstefnu þessari lauk, fór ég til Kaupmanna-
hafnar, þar sem ég hitti tvo sérfræðinga við „Statens
Bvggeforskningsinstitut“, þá Aage Dam, agronom, og
ingeniör Erik Rævsager. Þeir fóru með mig í þriggja
daga ferðalag um Sjáland, Fjón og Jótland. Komum
við í nokkur nýtízkuleg fjós og svínaliús og skoðuðum
verksmiðju, sem m. a. framleiðir rafdrifnar flórsköfur og
fóðrunarkerfi. Þá heimsóttum við „Statens Redskabs-
pröver“ í Horsens, þar sem búvélar eru prófaðar og
„Landbrugets Rationaliseringsfonds Forsögsgárd, Örrits-
levgaard“ á Fjóni, en þar eru gerðar margvíslegar bygg-
inga- og bútæknirannsóknir.
Þessi utanferð varð mér til mikils gagns og ánægju,
og kann ég stjórn Búnaðarfélags Islands beztu þakkir
fyrir að gera mér kleift að fara þessa ferð.
Önnur störf
Búnaðarþing tilnefndi mig í útvarpsfræðslunefnd, og hef
ég ásamt Jóhannesi Eiríkssyni og Árna Jónassyni, erind-
reka Stéttarsamb. bænda, séð um þáttinn „Spjallað við
bændur“. Við sáum um „J ónsmessuvöku bænda“, sem að
þessu sinni fjallaði um biiskap og náttúruvemd í tilefni
náttúmvemdarárs í Evrópu. Á biivinnunámskeiði, sem
haldið var á vegum Búnaðarfélags Islands og Æskulýðs-