Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 129
SKYRSLUR STARFSMANNA
123
unarlöndum. HlutaSist nefnd þessi til uni ráðstefnu,
sem haldin var snennna árs, og tók Freyr að sér útgáfu
fjögurra arka sérheftis, þar sem lnrt var meginmagn
erinda þeirra, sem á ráðstefnunni voru lialdin.
Utgáfumagn Freys var meira á árinu en nokkru sinni
fyrr, eða 39 arkir.
1 sambandi við útgáfuna skal þess getið, að pappír
Iækkaði ofurlítið á miðju ári vegna tollalækkiuiar, eftir
að Island gerðist aðili að EFTA, en í október urðu mikl-
ar liækkanir á allri vinnu við prentsmiðjustörf og bók-
band eða um 27%. Samningar við prentsmiöjuna eru á
þá leið, að óviðráðanlegar verðlireyfingar liafa álirif á
útgáfukostnaðinn.
Freyr kom út 14 sinnum á árinu, bvert befti 2—4
arkir. Með lionum var áskrifendum sent fylgirit um bú-
vélaprófanir frá Bútæknideild Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins, en gjald fvrir það er innifalið í áskrift-
arverði Freys. Höfundar að efni í árganginn voru tæp-
lega 60 eða álíka og að undanförnu. Auglýsingamagn
var ineð meira móti.
Að því er stefnt eins og fyrr að lialda efnisvali í meg-
indráttum á vettvangi fræðilegra sviða. I bændaskólun-
um fá bændaefnin undirstöðuatriði þess fróðleiks og
kunnáttu, sem fjölbreytt bústörf krefjast, og miðað við,
að þorri bænda liafi fengið menntun þar, bljóta þeir
að byggja ofan á bana, þegar stundir líða, samkvæmt
því er rannsóknir og tilraunir nýrra tíma leiða í ljós.
Að því miðar efnisval Freys, að rejmsla og sannindi
nýrra tíma komist á vettvang bænda og opni þeim fram-
tíðarviðliorf. Sum atriði eru ört komandi og farandi,
önnur eru varanleg. Dagblöð flytja fréttir um atburða-
rás dagsins. Hlutverk Freys sem mánaðarrits hlýtur
fyrst og fremst að vera boðun á grundvallaratriðum bú-
skapar og sveitalífs svo og félagsmála og annars þess,
sem leiðir liugann að lausn vandainála bvers tíma. Sá