Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 131
SKÝRSLUK STARFSMANNA
125
ur um þessi efni eru haldnar við og við. Að þessu sinni
var slík ráðstefna lialdin liér í fyrsta sinn. Ég undirbjó
hana að öllu leyti, en forfallaðist áður en hún kom til
framkvæmda og lilaut því að fela öðrum að annast for-
sjá hennar þá tvo daga, seni liún stóð í Reykjavík. Mun
þess getið í skýrslum þeirra.
B. Á vegum Norræna búvísindafélagsins N.J.F. eru sér-
stjórnir eða nefndir skipaðar fyrir vissar deildir, og eru
þar samstarfsaðilar frá ölluin Norðurlöndunum. Sem að-
ili að X. deild hef ég liaft nokkur atriði til fyrir-
greiðslu og í IX. deild Iief ég verið fastur nefndaraðili
fyrir Islandsdeild og þar Iiaft meðalgöngu um þátttöku
íslendinga í námskeiðum, sem haldin liafa verið á veg-
um hagfræðideildarinnar.
C. Samskiptin við FATIS, sem hófust eftir síðustu styrj-
öld, miðuðu að félagslegri uppbyggingu og þróun land-
búnaðarins í Vestur-Evrópu fyrst og fremst, en liafa
farið þverrandi á síðustu árum.
Tímaritið AGRICULTURAL REVIEW liefur að vísu
komið út, en óvíst er um framtíðartilveru þess, og ráð-
stefnurnar um félagsleg viðhorf á þessum sviðum, sem
ég hef sótt nokkrnm sinnum, virðast fallnar niður. Verk-
efnin, sem þar voru áður til meðferðar, eru komin að
mestu eða öllu leyti inn á svið almennra stjórnmála, og
eru nú tengd OEEC, EFTA og álíka stofnunum.
3. Fóðurbii-gðaeftirlitið
Hornsteinar efnaliags hænda svíkja, þegar grasbrestur
verður eða nýting heyja er lakleg.
Eftirköst frá sumrinu 1969 voru á þann veg, að bænd-
ur liöfðu bæði lítil og léleg liey. 1 starfsskýrslu minni
síðasta ár gat ég þess, hve margvísleg og uinfaugsmikil
vandamál þyrfti að leysa, þegar svo ber við. Og þegar