Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 132
126
BUNAÐARRIT
sagan endurtekur sig, verður þyngra fyrir fœti og sitt-
hvað torleystara, einkum af því, aS efnahagur bændanna
þrengist.
Á eftir erfiðu og tekjurýru sumri 1969 kom vetur, sem
hófst löngu áður en sumar almanaksins var á enda og
sá vetur náði víðast til maíloka 1970 og sums staðar allt
fram um sólstöður á sumri. Var því ekki óeðlilegt, þótt
ýmsar ráðstafanir þyrfti að gera til þess að bjarga bú-
stofni frá vá og voða.
Því var það á vordögum, að hey þrutu víða, og var
svo mikill vandi á höndum síðast í maí, að tvísýnt var
um afdrif bústofns, þar sem verst gegndi. Hey var að vísu
fáanlegt, einkum við Eyjafjörð, en samgönguskilyrði
heftu þá flutninga, því að verkföll og siglingateppur voru
í algleymingi um sömu mundir. Tókst sæmilega eða vel
að útvega hev til þeirra staða, er verst voru settir fram
að þeim tíma, en á meðan verkföllin stóðu yfir, fjölgaði
þeim, sem aðstoða -þurfti, en flutningaskilyrði voru eng-
in milli landshluta nema með undanþágum. Því var
það um þessar mundir, að vinna þurfti stundum dag og
nótt, lielga daga sem virka, við að veita aðstoð.
Undanþágur varð ég að fá hvað eftir annað til þess
að fá hey flutt um borð í skip, þurfti til þess heimild
verkamannafélaga og verkfallsvarða þeirra. Yfirleitt stóð
ekki á leyfum, þegar tjáð var, að líf búfjárins væri í
veði, enda var svo komið um mánaðamót maí—júní að
þeim f jölgaði í vissum sveitum, sem ekki liöfðu hey leng-
ur, og hagleysi ríkti á sömu slóðum.
Mestur varð þó vandinn, eftir að verkföll urðu hjá
flotanum, svo að allar siglingar stöðvuðust. Það stóð ekki
lengi, en nógu lengi til þess, að á þeim tíma kom neyðar-
kall úr einni sveit á útkjálka landsins. Var þá til hey
og falt í Purkey á Breiðafirði. Það fékkst bundið og
flutt með sérstökum undanþágum og óheyrilegum kostn-
aði, af því að svona stóð á, en nætur og daga varð að