Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 133
SKYRSLUR STARFSMANNA
127
leggja saman til þess að forða frá voða, þar sem vandinn
knúði á dyr. Fyrr á tímum vom það álíka ár, sem ollu
horfelli. Á okkar tímum verður ævinlega að liindra slíkt
og það er hægt, ef í tíma er til tekið og samgöngur
á annað borð eru ekki hindraðar.
Afdrif áferðisins urðu hvergi háskaleg, en efnahags-
legur vandi stafaði af því, sem það færði bændum í fang
af erfiði og útgjöldum.
Af liálfu Fóðurbirgðaeftirlitsins var svo fyrirmælt síðla
vetrar á vissum stöðum, að fóðurbirgðir og ástand fóðr-
unar væri kannað og samband var liaft við innflytjendur
kraftfóðurs tmi nauðsyn þess að tryggja nægar birgðir
þess í Jandinu.
Athafnir allar voru raunar kapphlaup við þá vá, er
beið við dyrnar. Áhrifa Heklugoss, sem hófst þann 5. maí,
og gætti á geira landsins um ofanverða Árnessýslu og
einkum í Húnavatnssýslum og Strandasýslu, hlutu og
að verða þau, að leggja þurfti enn fram rúð og aðgerðir
á nýjum svæðum til þess að forða frá voða, sem að stefndi
vegna eitraðra lofttegunda, er bárust með gosefnunum
og menguðu gras og vatn, en það leiddi til innifóðrunar
búfjár á meðan mengunarliættan og eiturverkanir voru
mestar. Varð þá emr að efna til heyflutninga milli liér-
aða og aukinnar notkunar kraftfóðurs. Minnstur liluti
þess vanda, sem að steðjaði af þessum sökum, kom á
vegu Fóðurbirgðaeftirlitsins, en aðallega á vegu Harð-
ærisnefndar og vísindastofnana, er unnu að rannsóknum
fyrirbæranna.
Gosið liafði þau áhrif, að til þurrðar gengu þau hey,
sem annars hefðu orðið fvmingar til vetrarnotkunar
1970—71, en ýmsir þeirra, sem afhentu hey til öskufalls-
svæðanna, urðu hart iiti vegna tiinkals og grasleysis á
síðasta sumri.
Annar áfangi fóðurvandamálanna varð til vegna mjög
lítils lieyfengs á síðasta sumri, er hefur það í för með