Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 134
128
BLiNAÐARRIT
sér, að Fóðurbirgðaeftirlitið hefur á síðustu mánuðum
ársins hlotið að yfirfara allar forðagæzluskýrslur og
grandskoða forðamál einstakra hænda.
Til þessa var ekki fengin aukaaðstoð, en síðustu vikur
ársins hef ég — ásamt Guðmundi Jósafatssyni — unnið
alla daga vikunnar og stundum kvöldin með, að því að
kanna birgðamálin. Þar eð hey eru ákaflega lítil — en
víðast þó góð og ágæt — eftir liðið sumar, er enn vandi
á ferðum.
Valin hefur verið sú leið að gera ekki athugasemdir
þegar bændur hafa átt í heimafengnu fóðri um 70%
af áætlaðri fóðurþörf handa búfé sínu vetrarlangt, en
tilkynnt er oddvitum í hverjum hreppi, hverjir eru lak-
legar settir.
Reynslan sýnir, að margir hafa sett húfé á vetur, svo
að ekki er nema um 50% af áætlaðri þörf í heimafengnu
fóðri.
Efnahagslegur vandi hlýtur enn að vaxa, þegar kaupa
þarf fóður í stóruin stíl og verðlag hefur hækkað að
miklum mim frá fvrra ári, en þá fékkst innflutt kjarn-
fóður fyrir 5—6 krónur liver fóðureining, en hefur á
síðustu mánuðum ársins kostað 50—60% meira.
Sérlega hagstæð veðrátta fvrri liluta vetrar 1970—71
liefur auðveldað heysparnað að miklum mun, því að víða
um land var naumast farið að gefa sauðfé og hrossum
liey fyrir jól.
1 sambandi við forðagæzluna er vert að geta þess, að
samstarf við Hagstofu íslands um skýrsluliald lieldur
áfram og auðveldar skýrslufærslur um sveitir landsins,
síðan það samstarf hófst. Að þessu sinni voru gerð ný
eyðublöð til þessara þarfa þannig, að ein færsla gefur
tvö samrit, annað til afnota fyrir trúnaðarmenn húnað-
arsambandanna, hitt er fast í liefti því, sem hver forða-
gæzlumaður notar. Forðagæzla Búnaðarfélags Islands og
Hagstofan nota frumritið til úrvinnslu og allrar meðferð-