Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 140
134
BUNAÐARRIT
son skýrðu síðan frá áætlanagerðum sínum. Á öðrum
degi ráðstefnunnar skýrðu eftirfarandi ráðunautar frá
áætlunum sínum, Egill Bjamason, Ævarr Hjartarson,
Einar Þorsteinsson, Aðalbjöm Benediktsson og Jón Hólm
Stefánsson.
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiðslu-
ráðs, flutti einnig erindi, er hann nefndi, „Búvömfram-
leiðsla með hliðsjón af markaðsmöguleikum“.
Að síðustu skýrði Magnús Sigsteinsson frá tækni við
votheysgerð og sýndi myndir.
Á laugardag störfuðu þrír umræðuhópar við lausn
vandamála. Formaður hvers umræðuhóps skýrði síðan
frá niðurstöðuin í eftirfarandi liðum:
1. Yandamálið skilgreint.
2. Orsakir vandamálsins.
3. Mögulegar lausnir.
4. Bezta lausn.
Fyrir áætlanagerð vom veitt verðlaun, og hlutu eftir-
farandi ráðunautar þau: Leifur Kr. Jóliannesson I.
verðlaun, Egill Bjamason II. verðlaun og Jón Hólm
Stefánsson III. verðlaun.
FerSalög vom fremur lítil fyrri liluta ársins. I lok
sept. og byrjun okt. ferðaðist ég með Páli Sigbjöms-
syni og síðan með Jóni Gunnlaugssyni til bænda á Aust-
fjörðum. Þessi ferð var mér til sérstakrar ánægju, þar
sem áhugi fyrir búreikningum og áætlanagerð er nokk-
uð mikill. Þess má geta, að búreikningamönnum hefur
fjölgað um helming í Norður-Múlasýslu. I þessari ferð
fór ég einnig um Þingeyjarsýslur og með Ævari Hjart-
arsyni ráðunaut um Eyjafjörð. I síðari ferð norður lá
leið mín um Skagafjörð, Húnavatnssýslur og að síðustu
í fylgd með Brynjólfi Sæmundssyni, ráðunaut, um
Strandasýslu. Síðari hluta nóvember var ferðast um V.-
Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Ferða-
lag um Vestfirði og Vesturland féll niður.