Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 144
138
BÚNAÐARRIT
um 30 hundar, sem flestir eru í eigu minkaveiðimanna
úr Reykjavík. Frá hundabúinu eru útvegaSir ungir
hvolpar og mismunandi mikið þjálfaðir hundar á ýms-
um aldri út um allt landið. Það er alltaf nokkrum vand-
kvæðum bundið að útvega fullþjálfaða veiðihunda, þar
sem ég hef engum mönnum á að skipa til þess að þjálfa
veiðihunda, en þeir veiðimenn, sem hafa eytt tíma í að
temja sína liunda, eru tregir til að láta þá.
Ferðalög
Janúar: 1 janúarmánuði fór ég tvær ferðir á Reykjanes-
skaga og nágrenni Krýsuvíkur.
Febrúar: Ferð um Borgarfjarðarhérað og ferð í Selvog.
Marz: Ferð á Reykjanesskaga, um Ámessýslu, í Húna-
vatnssýslu og í Þingvallasveit.
Apríl: Ferð um Rangárvallasýslu, í Gjábakkahraun í
Ámessýslu og um Norðurland til Skagafjarðar.
Maí: Ferð um uppsveitir Rangárvallasýslu og um Suð-
Vesturland til Stykkisliólms.
Júní: Ferð um Borgarfjörð og Húnavatnssýslur og um
Hérað og Jökuldalsheiði.
Júlí: Ferð á Holta- og Landmannaafrétt, á Reykjanes-
skaga og um Grímsnes.
Agúst: Ferð um Eyjafjörð og S.-Þingeyjarsýslu, Ólafs-
fjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Áuðkúluheiði, Hvera-
velli, Blönduós og Víðidal.
September: Ferð í ölvus og að Hlíðarvatni, að Trölla-
dyngju og um Sveifluháls og ferð í Rangárvallasýslu.
Október: Ferð um Árnessýslu og Borgarfjarðarhérað.
Nóvember: Ferð um Húnavatnssýslu, Skagafjarðar-,
Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslu.
Desember: Ferð um Borgarfjörð, á Akranes og í Árnes-
sýslu.
Á þessum ferðum mínuin um landið hef ég að sjálf-
sögðu samband við oddvita og aðra, sem Iiafa á hendi
framkvæmd dýravinnslunnar og þó einkum veiðimenn-