Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 145
SKÝRSLUR STARFSMANNA
139
ina sjálfa, sem ég lief kynnzt á liðnum árum. Einnig
veiti ég hyrjendum tilsögn um veiðamar og meðferð
veiðitækja og skotvopna.
Veiðileiðangrar vom margir á árinu eins og jafnan
áður. Tók ég þátt í grenjaleitum og lá á grenjum og lá
fyrir refum að vetrinum bæði í skothúsum og á víðavangi.
Einnig fór ég margar þessara ferða til minkaveiða víðs-
vegar um landið. Veiðihundar vom oft liafðir með, og
var fjöldi dýra unnin, ný greni fundin og ókunn svæði
leituð.
Þó mikill tími fari í þessi ferðalög, tel ég þau
mjög nauðsynleg og höfuðskilvrði til að ná sem beztum
árangri í starfi.
Loðdýraræktin
Á árinu voru stofnuð átta hlutafélög um loðdýrarækt,
og liafa fjögur þeirra hafið minkarækt, eftir að banni
við eldi minka, sem staðið lvefur í um 18 ár, var aflétt
með lögum frá Alþingi.
Loðdýr lif., Reykjavík, varð fyrst til að hefja starf-
semi sína á landi jarðarinnar Lvkkju á Kjalamesi. Flutti
það inn 900 hvolpafullar minkalæður frá Noregi í hyrj-
un aprílmánaðar.
1 byrjun ágústmánaðar flutti Pólarminkur hf., Reykja-
vík, 2000 minkahvolpa til landsins frá Noregi. Er búið
staðsett að Skeggjastöðum í Mosfellssveit.
Fjarðarminkur hf., Hafnarfirði, keypti í byrjun vetrar
300 minkahvolpa frá Loðdýr hf. og flutti þá til bús síns,
sem er í hrauninu suðaustur af Hafnarfjarðarbæ.
Grávara hf., Grenivík, flutti inn 1700 minka frá Nor-
egi skömmu fyrir jólin.
Allur innflutningur minkanna fór fram með flugvéliun
og gekk í alla staði vel, utan þess að 70 dýr drápust af
hita við óvænta töf á Oslóarflugvelli og loftleysis meðan
á flugi stóð. Dýrin koniu í traustlokuðum lireiðurköss-