Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 149
SKÝRSLUK STARFSMANNA
143
Starfsskýrsla Ragnars Ásgeirssonar
Störf mín lijá Búnaðarfélagi Islands á síðastliðnu ári
voru svipuð því, sem þau liafa verið síðastliðin ár, skrif-
stofuvinna liálfan daginn við afgreiðslu Freys, Búnað-
arritsins, Handbókar bænda, o. fl., sem á skrifstofu
fer fram, færa inn fundargerðir í bækur, búa um fjölda
sendinga, sem fara út um allt land.
Þá var ég skrifari Búnaðarþingsins, en það stóð frá
23. febrúar til 14. marz.
Famar vom tvær bændafarir á vegum Búnaðarfélags
Islands. Sú fyrri bófst 16. júní og stóð til 26. júní. Vom
það 60 Austur-Skaftfellingar, sem lögðu upp að lieiman,
auk tveggja bílstjóra og mín. Ilöfðu bændur úr flestum
sýslum Norðurlands heimsótt Austur-Skaftfellinga, en
þeir vildu nú endurgjalda lieimsóknimar. Var ferða-
áætluninni hagað þannig, að þeir skyldu gista hjá öllum,
sem til þeirra höfðu komið. Ætlunin var að fljúga frá
Höfn í Homafirði til Þórshafnar á Langanesi. En verk-
fall flugmanna kom í veg fyrir þá áætlun. Á síðustu
stundu var lienni breytt og farið í bílum til N.-Þingeyj-
arsýslu og gist á Egilsstöðum.
Þeir Austur-Skaftfellingar gistu eina nótt í liverri
sýslu fyrir norðan, nema tvær í Skagafirði. Þá gistu þeir
bæði í Strandasýslu og Kjósarsýslu, en næstsíðasta dag-
inn sátu þeir veizlu í Bændaböllinni í boði Búnaðar-
félags Islands.
Alls staðar var ferðafólkinu tekið af mikilli alúð og
gestrisni, enda töldu allir gestgjafarnir sig standa í
þakkarskuld við þá, enda befur mér oft fundizt, að
Austur-Skaftfellingar taki allra manna bezt á móti
gestum.
Að ferðalagi A.-Skaftfellinga loknu flaug ég til Akur-