Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 150
144
BÚNAÐARRIT
eyrar til að fylgja 100 eyfirzkum bændum um Vestfirði,
Snæfellsnes og Borgarfjörð. Þeir fóru af stað 29. júní,
fóru um Barðaströnd, Vestfirði alla og um Isafjarðar-
djúp suður í Dali og í kringum Snæfellsnes og síðast til
Borgarfjarðar og gistu þar síðustu nóttina. Heim komu
þeir úr ferðinni 6. júlí.
Þóttu báðar þessar ferðir takast prýðilega. Ég hef nú
tekið þátt í rúmlega 50 af þessum kynnisferðum bænda
um allar sveitir og sýslur landsins. Af þeim bygg ég að
bafi orðið mikil kynni milli bændafólksins úr fjarlægum
héruðum til ánægju, fróðleiks og skemmtunar, bæði
fyrir ferðafólkið og fyrir gestgjafa þeirra í sveitunum.
Það hefur verið ánægjulegt, hve mörg lijón liafa tekið
þátt í þeim og fræðzt um land og lýð, og gæti það orðið
til að þoka bændastéttinni þéttar saman. Búlivggnir
menn geta líka lært af öllu, sein fyrir augu ber, þegar
farið er um fjarlæga landshluta og þeir gista hjá stéttar-
bræðrum sínum allar nætur, meðan ferðin stendur yfir.
Telja má það sérstakt lán, að ekkert óbapp hefur komið
fyrir í öllum þessum kynnisferðum bænda, sem Bún-
aðarfélag Islands hefur staðið fyrir. Það má þakka því,
að jafnan hafa traustir vagnstjórar stjórnað farartækj-
unum.
Enda þótt það komi ekki störfum mínum hjá Búnað-
arfélagi Islands við, vil ég geta þess, að síðastliðin 3 sum-
ur hef ég fylgt fólki frá Mið- og Suður-J ótlandi um landið
hér í sumarfríum mínum. Voru þær ferðir farnar á veg-
um einnar deildar Norræna félagsins, og flestir Jiátttak-
endur voru bændafólk. Þetta voru 10 daga ferðir um
Norður- og Suðurland og þátttakendur um 40 í Iiverri
þeirra. Margt af þessu fólki hafði lesið Islendingasögur,
áður en það lagði í ferðirnar, og þótti því mikilsvert
að koma á sögustaðina. I sumar, sem leið, var ekin 2500
km leið á svæðinu frá Dettifossi og austur að Lóma-
gnúpi, og var sólskin alla daga.