Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 151
SKÝRSLUR STARFSMANNA
145
Snemma í október fór ég upp í Borgarfjörð til að búa
um muni Byggð'asafns Borgarf jarðar til flulnings í nýtt
búsnæði. Höfðu |>eir um nokkurra ára skeið verið geymd-
ir í liúsi Kaupfélags Borgfirðinga, sem á skilið þökk
fyrir að liafa liýst þá svo lengi. Munu starfsmenn Þjóð-
minjasafnsins sjá um að koma þeim fyrir til sýningar
á nýja staðnum, þar sem skjalasafn béraðsins verður
líka geymt.
Á síðastliðnu ári hafði ég, 1. febrúar, verið fastráðinn
starfsmaður Búnaðarfélags Islands í 50 ár, og í tilefni
af því veitti stjórn félagsins mér styrk til utanfarar,
sem liér skal þakkað fvrir. Ég fór utan með „Gullfossi“
20. okt. og kom lieim með sama skipi 7. desember. Ég
kom til Hollauds, Þýzkalands, Suður-Slésvíkur og Dan-
merkur. Gerði mér einkum far um að kynna mér söfn,
hvar sem ég kom. Einkum eru mér minnisstæð söfnin
í Suður-Slésvík, en þó sérstaklega hið nýbyggða safnhús
í Hróarskeldu, með 5 víkingaskipum, j>. á m. knörr einn,
talinn af þeirri gerð skipa, sem forfeður okkar, land-
námsmenn, sigldu hingað á með búslóð sína alla.
Ragnar Ásgeirsson.
Landgrœ&slan 1970
Þrátt fyrir vor- og sumarkulda árið 1970 var grasspretta
innan landgræðslusvæða yfirleitt ágæt, og réð j>ar mestu
veðráttan í ágúst og september, en eins og kunnugt er,
var júlímánuður sá kaldasti í manna minnum. Viðhald
ehlri girðinga, sent era vfir 800 km að lengd, er orðið
mjög mikið, einkum þar sem þær liggja nærri sjó, þar
sem sjóseltan er einn mesti skaðvaldur á girðingunum.
Árið 1970 voru girt stærri svæði á einu ári en áður frá
uppliafi, og ber }>ar fyrst að nefna vestur- og norðvestur-
lduta Landmannaafréttar, en svæðið umgirðir allt að
10