Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 152
146
BÚNAÐARRIT
400 km2. Þá var einnig girt 40—50 km2 svæði í Hruna-
mannaafrétti. Svæði þetta er austan við Hvítá, nán-
ar tiltekið austan við Gullfoss. Þessi uppblásturs-
svæði eru að flestu leyti gjörólík. Svæðið á Land-
mannaafrétti er eldfjallaland að uppruna, þ. e. liraun,
vikur, aska og sandur, en á Hrunamannaafrétti eru
uppblásnir melar og rofabörð. Ég tel, að ógerlegt
væri að hefta uppblástur á þessum svæðum án frið-
unar, fyrst og fremst þar sem um er að ræða afréttar-
lönd viðkomandi hreppa. Fræi var aðallega sáð í nýjar
girðingar í Þingeyjarsýslum, minna hér sunnanlands,
vegna þess að melfræið þroskaðist illa liér vegna sólar-
leysis sumarið 1969. Yfir 750 tonnum af blönduðum
áburði var dreift með flugvélinni, og eins og ævinlega
var mest af áburðinum að magni til dreift innan land-
græðslusvæðanna, sem skiptast þannig: Rangárvöllur 80
tonn, þar af 40 tonn á Keldnahraun, 60 tonn á sandatún-
in í Gunnarsholti, 80 tonn á Ilaukadalsheiði, 60 tonn í
Landssveit og 130 tonn í Þingeyjarsýslum.
Að þessu sinni var sáralitlu dreift á beitilönd fyrir
sveitafélögin, eingöngu vegna þess, að ákveðið var af
hálfu ríkisstjómarinnar, að svokölluð öskusvæði vegna
Heklugossins fengju áburð ókeypis á beitilönd, og var
það að ráði, að þessi áburðardreifing skyldi sitja fyrir,
sem hin ýmsu sveitafélög, sem hafa notið þessarar fyrir-
greiðslu frá Landgræðslunni á undanförnum árum, tóku
með skilningi. Grasfræi var sáð með áburðinum innan
Landgræðslugirðinganna og var það sem fyrr að mestu
leyti túnvingull.
Þau þrettán ár, sem flugvél hefur verið notuð til áburð-
ar- og fræsáningar, er búið að dreifa á sjötta þúsund
lestum af áburði og fræi. Fullyröa má, að ógerlegt hefði
verið að koma öllu þessu magni á jörðina án þcssarar
tækni. Eins og kunnugt er, annaðist Landgræðsla ríkis-
ins uppgræðsluna í Þjórsárdal, sem vakið hefur að von-