Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 153
SKÝRSLU R STARFSMANNA
147
uin mikla atliygli, en á s.l. vori skeðu þau tíðindi, að
Heklugosið kaffærði allan gróðurinn í dalnuni, en þau
stórkostlegu tíðindi skeðu, að gróðurinn reif sig upp úr
vikurlaginu, sem var 8—12 cm á þykkt.
Á árinu, sem leið, voru stofnuð landssamtök um land-
græðslu og náttúruvernd, sem lilotið hafa nafnið „Land-
vernd“. Landgræðsla ríkisins stóð undir aðalútgjaldalið
þessara samtaka, þ. e. kaupum á fræi og áburði, að upp-
hæð 2,2 milljónir króna. Það má gjarnan koma hér frarn,
að nokkrum hluta af áburðinum og fræinu var vithlutað
til vafasamra aðila utan þessara samtaka, sem verður
að sjálfsögðu tekið fyrir, ef Landgræðslan á að lialda
áfram stuðningi við þessi samtök.
Á árinu 1970 voru ýmsir bændur, einn eða fleiri,
styrktir til uppgræðslu á melum og söndum, sem liefur
markvisst verið unnið að síðan 1954. Ber þar liæst
Skógarsandur, Sólheimasandur og sandatúnin í Austur-
Skaftafellssýslu, og nú síðast í Kolbeinsstaðahreppi, sem
mörkuðu á sínum tíma tímamót í búskaparháttum hænda
í viðkomandi sveitum.
Á seinni árum liefur skilningur fólksins aukizt stór-
lega á því, að við eigum að leggja höfuðálierzlu á að
grasklæða landið. Fjárvæitingar til landgræðslu liafa
margfaldazt á síðustu árum, og þrátt fyrir liækkað verð-
lag á aðalkostnaðaliðum svo sem áburði og sáðvöru,
hefur verið mögulegt að stórauka framkvæmdirnar fyrst
og fremst vegna atikinnar tækni, sem Landgræðslan hef-
ur tekið í þjónustu sína.
í janúar 1971.
Páll Sveinsson.