Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 154
148
BÚNAÐARRIT
Starfsskýrsla Landgrœðslufulltrúa
1 árslok 1970 lét ég undirritaður af störfum sem fulltrúi
Landgræðslu ríkisins, en það embætti lief ég haft með
höndum frá endurskoðun landgræðslulaganna 1965. Hef
ég að nýju tekið upp fullt starf við rannsóknir á beiti-
löndum við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, en að
þeim hef ég unnið undanfarin ár með fulltrúastarfinu.
Verksvið mitt hjá Landgræðslunni hefur verið að ann-
ast gróðurvernd, sem er ætlað að koma í veg fyrir of-
notkun gróðurs og eyðingu gróins lands. Það leiðir af
sjálfu sér, að þetta starf byggist á niðurstöðum rann-
sókna á beitilöndum og ákvörðun á beitarþoli þeirra. Að
þessum störfum hef ég því unnið jafnbliða. Mér liefur
liins vegar orðið sífellt betur ljóst, að bvort þessara verk-
efna er svo viðamikið, að sami einstaklingur getur ekki
sinnt þeim báðum, svo að vel fari. Ég lief þess vegna
látið af öðru þeirra.
Ágætt samstarf við bændur og jákvæðar undirtektir
þeirra bafa öðm fremur gert að verkum, að einstaklega
ánægjulegt hefur verið að vinna að gróðurverndinni.
Bændum er mætavel ljóst, hve mikið er í liúfi, að gróður-
eyðingunni linni og nýir landvinningar befjist.
Um belmingur af gróffóðri búfjárins kemur af órækt-
uðum útliaga, en því miður bafa rannsóknir leitt í ljós,
að víðtæk ofbeit á sér stað í landinu, enda þótt víða séu
hagar ekki fullnýttir.
Það er algert undirstöðuatriði í landgræðslustarfinu,
að gróðurinn sé ekki ofnýttur, og það er einnig forsenda
fyrir viðunandi afurðum af búfénu. Gróðurverndin á að
tryggja þetta, og það tekst um síðir.
Ég mun í rannsóknarstarfinu fá tækifæri til að bitta
bændur eins og verið liefur. Ég vil liins vegar færa þeim
þakkir fyrir gott samstarf svo og gróðurverndarnefndum
út um land, sem ég sá um að koma á laggirnar og hef
átt ágætt samstarf við. Ingvi Þorsteinsson.