Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 158
152
BÚNAÐARRIT
Landeyjum 23. okt. 1889. Foreldrar lians voru Bjami
Guðnnmdsson, bóndi þar, síðar í Búðarhólshjáleigu, og
kona hans Yigdís Bergsteinsdóttir.
Námsferill Bjama hófst haustið 1907 í Flensborgar-
skóla, og lauk liann þar gagnfræðaprófi vorið 1909, og
kennaraprófi fra Kennaraskólanum í Reykjavík 1912.
Þaðan liélt hann til Kaupmannahafnar og lauk þar
íþróttakennaraprófi frá Statens Gymnastik Institut 1914.
Fór námsför til Stokkhólms 1929 og ennfremur náms-
ferðir til Norðurlanda 1947 og 1955. Hann var kennari
við bamaskóla Hafnarfjarðar 1912—1915 og skólastjóri
sama skóla 1915—1929. Hann var stundakennari við
Flensborgarskóla 1912—’29 aðallega íþróttakennari og
var einnig kennari í ýmsum íþróttafélögum í Hafnar-
firði á þessu tímabili. Árið 1929 er hann ráðinn skóla-
stjóri héraðsskólans á Laugarvatni og hafði það vanda-
sama starf á hendi í 30 ár eða til 1959, er liann lét af
störfum sakir aldurs. Hann átti mikinn þátt í stofnun
íþróttaskóla Björns Jakobssonar og lagði lionum til liús-
næði. Var stundakennari við skólann alla tíð. Upp af
þeim stofni óx svo Iþróttakennaraskóli Islands, mest fyrir
atliygli hins kappsama sterka manns. Hann tók liöndum
saman við forystukonur á Suðurlandi í kvenfélögunum
og stofnaði Húsmæðraskóla Suðurlands. Hann lagði lion-
um til húsnæði, þó þröngt væri, og stjómaði honum
fyrsta árið, var stundakennari þar æ síðan og formaður
skólanefndar frá 1943 til 1960. Það var fyrir frábæra
forystu Bjama og dugnað, að Menntaskólinn á Laugar-
vatni var stofnaður 5. apríl 1953, og það var ekki meðal-
manns verk að stofna menntaskóla í sveit á þeini ámm.
Þótt skólastjóm héraðsskólans á Laugarvatni og stofnun
3 amiarra skóla á staðnum væri aðalstarf Bjama, þá
vildi liann takast á við fleiri verkefni. Hann var al-
þingismaður Ámesinga 1934—-’42, en þá var komið á
hlutfallskosningum í tvímenningskjördæmum og því von-
lítið um, að liann næði kosningu. Þá fór hann sína