Búnaðarrit - 01.01.1971, Side 160
154
BUNAÐARRIT
skepnum, þekkti vel þarfir þeirra og afurðagetu og
kunni vel að velja sér góða gripi. Hann unni sveitalífinu
af lieiluni hug og störfum þess. Hestamennska var hon-
um lífsnautn og íþrótt, og átti hann um langa ævi
stóran hóp glæsilegra hesta. íþróttaáliugi lians var mik-
ill alla ævi, og hann var á æskuárum góður íþrótta-
maður, sérstaklega glímumaður í bezta lagi, fimur og
átakaliraustur og þannig var hann í sjálfri lífsglímunni.
Segja má, að með stofnun ungmennafélaganna í byrjun
þesarar aldar, færi glímuskjálfti um íslenzka æskumenn,
glíman, þessi þjóðaríþrótt, var vakin upp til vegs og
virðingar, og var Bjarni í hópi beztu forustumanna liér
sunnanlands. Hann vann Skarphéðinsskjöldinn 1911 og
1913, en um þessar mundir fluttist hann að fullu úr
héraðinu, um 17 ára skeið. Hann hafði laudsdómara-
réttindi í íþróttum og sæmdur gullmerki Iþróttasam-
bands Islands.
Bjarni var glæsilegur maður með sterkan persónu-
leika. Forustuliæfileikar hans vora óvenjulega miklir, og
var það óumdeilt. Hann var átakamaður, áræðinn og
djarfur hugsjónamaður á mörguin sviðum, og þó eink-
um í skólamálum Sunnlendinga, og lagði þeim málum lið
hvar sem var á landinu. Hugsjónir hans voru ekki draum-
sýnir, sem hann gældi við, liann gekk ótrauður til verks
með sínum alkunna dugnaði og kom hugsjónum sínum
í framkvæmd. Stjórnsemi hans var svo landskunn, að
Laugarvatnsskólinn varð ekki fyrst og fremst skóli sunn-
lenzkrar æsku, heldur dreif að skólanum æsku allra
héraða landsins að meira eða minna leyti, svo margir
foreldrar vildu, að börn sín nytu forsjár hans. Hann
var sterkur, stórbrotinn, stjómsamur liöfðingi. Ritað
mál frá hans hendi er: Skólaskýrsla liéraðsskólans á
Laugarvatni, Laugarvatnsskólinn þrítugur, greinar í blöð-
um og tímaritum og Suðri, þættir úr framfarasögu Sunn-
lendinga frá Lómagnúpi til Hellisheiðar. Fyrsta bindi
kom út haustið 1969, og annað hindi var í prentun, er