Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 179
BÚNAÐARPING
173
2. Skipulagðar verði afkvæmaramisóknir á búum ein-
stakra bænda og leitazt við að fá á þann hátt sem
tiaustastan dóm á kynbótagildi nauta nautastöðvanna
á Hvanneyri og í Laugardælum.
3. Við endurskoðun búfjórræktarlaganna, sbr. mál nr.
26, 9 og 49, verði leitazt við að treysta rekstrargrund-
völl afkvæmarannsóknastöðva fyrir kynbótanaut.
Mál nr. 5
Erindi Björns S. Stefánssonar urn ferðaútveg í sveitum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhljóöa atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að
hlutast til um, að gerð verði athugun á því, hvort unnt
sé að gera þjónustu við ferðafólk að atvinnu í sveitum
landsins.
1 því sambandi bendir þingið á, að leitað verði sam-
vinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins, Flugfélag Islands og
aðra þá aðila, er líklegir þykja til þess að hafa afskipti
af ferðamálum almennt.
Greinargerö:
Með vaxandi ferðamannastraum um landið er æskilegt,
að tekið sé til athugunar, hvort þjónusta við ferðafólk
geti orðið til þess að skapa atvinnu í sveitum landsins,
bæði á sviði gistihúsareksturs og á einstökum heimilum.
Flugfélag Islands hefur á síðustu árum leitað eftir
heimilum í sveit til þess að taka erlenda dvalargesti í
lengri eða skemmri tíma. 1 erindi Bjöms S. Stefánssonar
er hreyft hugmynd, sem er þess verð, að hún sé athuguð.
Ferðaskrifstofa ríkisins mun vera til viðræðu um þetta
mál, og vera má, að finna megi fleiri aðila, sem áliuga
liafa fyrir því.
Því er eðlilegt, að Búnaðarfélag Islands hlutist til um
atliugun málsins við þá aðila, sem frekast eru tengdir
því.