Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 180
174
BÚNAÐARRIT
Mál nr. 6
Erindi Jóns H. Þorbergssonar varSandi áburSartilraunir.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhljóða atkvæðum:
Biinaðarþing fagnar, að tillögur þess um rannsóknir
á notagildi búfjáráburðar, samanber ályktun þingsins
árið 1963, eru í framkvæmd. Væntir þingið, að niðurstöð-
ur þeirra rannsókna verði kynntar bændum. Jafnframt
leggur þingið áherzlu á, að frekari samanburðartilraun-
um með búfjáráburð verði haldið áfram, svo unnt verði
að ákvarða notagildi hans.
Þá skorar Búnaðarþing á búnaðarsamböndin að hvetja
bændur til bættrar nýtingar á búfjáráburði.
Mál nr. 7
Erindi Jóns H. Þorbergssonar um innflutning á hrúta-
sœ&i.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing lætur í ljós aðdáun sína á óbilandi áhuga
Jóns H. Þorbergssonar á framfaramálum íslenzkrar sauð-
fjárræktar, sem m. a. kemur fram af erindi lians á þskj.
nr. 7. Hins vegar telur þingið ekki ástæðu til að gera efnis-
lega ályktun um mál þetta nú, þar eð ráðið er, að á næst-
unni verði haldin ráðstefna sú um stefnumótun í sauðfjár-
rækt, sem Búnaðarþing 1970 lagði fyrir, að efnt skyldi
til. Má ætla, að þar verði tekin afstaða til liugsanlegra
sauðfjársæðinga frá öðrum löndum, sem hluta af heildar-
skipun sauðfjárræktarmála í náinni framtíð og þá e. t. v.
einnig með tilliti til innflutnings annarra fjárkynja en
Border-Leicester. Telur þingið við þessar aðstæður ekki
aðkallandi að taka afstöðu til erindis Jóns H. Þorbergs-
sonar. Hins vegar vill Búnaðarþing minna á það, að inn-
flutningur erlendra búfjárkynja, ef til kemur, verður að