Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 182
176
BÚNAÐARRIT
útbúnað á eldri dráttarvélar. Er þess að vænta, að þessar
aðgerðir einar aér muni fækka verulega slysum, sem
orsakast af veltu dráttarvéla, en sú er algengasta orsök
dauðaslysa af dráttarvélum samkv. skýrslum Slysavamar-
félags Islands.
Það, sem lielzt virðist geta komið til greina auk þess,
sem hér var nefnt, er aukið eftirlit með því, að allur
öryggisútbúnaður dráttarvéla sé í góðu lagi. Verður að
telja, að ekkert minna en árlegt skyldueftirlit muni hér
geta komið að tilætluðu gagni.
Hitt getur verið álitamál, livaða aðila skuli falin fram-
kvæmd eftirlitsins og getur hvort tveggja komið til greina
Bifreiðaeftirlitið eða öryggisdeild ríkisins.
Er þörf á að kanna, hvort væri heppilegri aðili svo
og að athuga vandlega, livemig framkvæmdin gæti gerzt,
þannig að hún næði tilgangi sínum, án þess að valda
bændum óþarfa óþægindum.
Ekki virðist ástæða til að ætla, að vöntun á aðgangi
að viðgerðaþjónustu muni víða vera því til fyrirstöðu,
að dráttarvélar, öryggisútbúnaður þeirra og annað, séu
í góðu lagi, en aukið aðhald, þótt ekki sé nema skoðun
einu sinni á ári, mun verða flestum eða öllum dráttar-
vélaeigendum til góðs.
Þó kunna að vera til þeir staðir, þar sem örðugleik-
ar em með viðgerðarþjónustu, og virðist eðlilegast, að
búnaðarsamböndin aðstoði við að leysa þau vandkvæði
livert á sínu svæði.
Mál. nr. 9
Erindi Landssambands hestamannafélaga og Hrossarœkt-
arsambands Vesturlands varSandi hrossarœkt.
Afgreitt með máli nr. 26.