Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 188
182 BÚNAÐARRIT
a. Ævifélagar, hver sá karl eða kona, sem greitt liefur
ævifélagagjald.
b. Heiðursfélagar, innlendir og útlendir, er Búnaðarfélag
Islands kýs vegna verka þeirra í þágu félagsins eða
landbúnaðarins.
Ennfremur mynda búnaðarfélög hreppanna með sér sér-
stakt samband, er nefnist Stétiarsamband bamda, sem
fer með sérstök hagsmunamál bændastéttarinnar sam-
kvæmt verkaskiptingu, er Búnaðarfélag Islands og Stétt-
arsamband bænda bafa orðið ásátt um.
3. gr.
Starfssvæði livers búnaðarfélags skal að jafnaði vera
einn lireppur eða bæjarfélag. Þó er heimilt, að eitt bún-
aðarfélag sé starfandi í tveimur eða fleiri hreppum. Auk
þess er heimilt, að einstakir menn séu í búnaðarfélagi
annars lirepps, ef sérstakar landfræðilegar ástæður eru
fyrir hendi. Þá er og heimilt, að tvö búnaðarfélög séu
í sama hreppi, ef stjóm viðkomandi búnaðarsambands
æskir þess, enda samþykki stjórn Búnaðarfélags Islands
öll slík frávik.
4. gr.
Búnaðarsamböndin em:
1. Búnaðarsamband Kjalarnesþings, er nær yfir Gull-
bringu og Kjósarsýslu, ásamt Reykjavík, Hafnar-
fjarðar-, Keflavíkur- og Kópavogskaupstað.
2. BúnaSarsamband BorgarfjarSar, er nær yfir Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu og Akraneskaupstað.
3. BúnaSarsamband Snœfellsness- og Hnappadalssýslu,
er nær yfir Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
4. BúnáSarsamband Dalamanna, er nær yfir Dalasýslu.
5. BúnaSarsamband VestfjarSa, er nær yfir Austur- og
Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur- og Norður-lsa-
fjarðarsýslu og Isafjarðarkaupstað.