Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 192
186
BÚNAÐARRIT
8. gr.
Kosningarétt og kjörgengi til Búnaðarþings liafa þeir
einir, sem eru 1. janúar það ár, er kjörskrá er samin,
löglegir félagar í búnaðarfélagi, er starfar samkvæmt
lögum Búnaðarfélags íslands, eiga lögheimili í hlutaðeig-
andi kjördæmi, eru 20 ára að aldri og uppfylla auk þess
einhver eftirtalinna skilyrða:
a. Þeir hændur, er stunda búskap á jörð eða jarðarhluta
og hafa þar húsetu.
h. Bústjórar, er annast búrekstur fyrir aðra, enda geti
eigendur ekki notið réttinda sinna sjálfir og hafi af-
salað þeim í hendur bústjóranna.
c. Stjórnarnefndarmenn húnaðarfélaga, búnaðarsam-
handa og Búnaðarfélags Islands.
d. Ráðunautar Búnaðarfélags Islands og héraðsráðu-
nautar.
e. Aðrir lieimilisfeður, er hafa tekjur sínar að ineiri
liluta af landbúnaðarframleiðslu samkvæmt nánari
skilgreiningu í reglugerð.
Kosning til Búnaðarþings skal fara frarn í búnaðarfélög-
unum á tímabilinu frá 1. júní til loka októbermánaðar,
þó ekki fyrr en 2 mánuðir (60 dagar) eru liðnir frá
lokum samhandsfunda hlutaðeigandi kjördæma.
Rétt til að bera fram kjörlista liafa minnst 30 kjós-
endur í einmenningskjördæmum og 60 kjósendur í fleir-
menningskjördæmum, og sé listinn lagður fram á aðal-
fundi búnaðarsambandsins.
Sama rétt hefur Yi hluti fulltrúa á sambandsfundi. Nú
er enginn slíkur listi fram lagður á sambandsfundi, og
skal þá fimduriim koma sér saman um lista. IComi
fram listar með fleiri mönnum samtals, þ. e. aðalmönn-
um og varamönnum, en kjósa skal, skal kosning fara
fram.
Nú hefur aðeins komið fram einn listi eða fleiri listar
liafa komið fram, en með jafnmörgum mönnum samtals