Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 193
BÚNAÐARÞING
187
og kjósa skal. tírskurðar þá formaður kjörstjómar í lok
fundarins þá, sem á listanum eða listunum eru og í sömu
röð, rétt kjöma búnaðarþingsmenn, þ. e. aðalmenn og
varamenn. Hafi aðeins komið fram einn listi, skal fram
tekið, hvemig varamenn taka sæti.
Stjórn hlutaðeigandi sambands sér um kosnmguna og
ákveður kjördag. Sé stjórnarnefndarmaður á kjörlista,
skal bann víkja úr kjörstjórn, en varamaður tekur sæti.
Séu bæði aðalstjórnarnefndarmaður og varainaður á
kjörlista, skal aðalfundur kjósa menn í kjörstjóm í þeirra
stað. Um undirbúning og framkvæind kosninga til Bún-
aðarþings fer eftir ákvæðum reglugerðar, er Búnaðar-
þing setur. Ef ágreiningur rís út af þessari grein, sker
stjórn Búnaðarfélags íslands iir.
9. gr.
Búnaðarþingsfulltrúuin skal greiða úr félagssjóði þing-
fararkaup og dagpeninga fyrir þaun tíma, er þeir sitja
á Búnaðarþingi og eru á feröum að lieiman og heim,
ásamt ferðakostnaði. Búnaðarþing ákveður þingfarar-
kaup og dagpeninga í bvert sinn og úrskurðar ferða-
kostnaðarreikninga.
10. gr.
Búnaðarþing skal koma saman í Reykjavík eigi síðar
en 28. febrúar ár livert nema Búnaðarþing samþykki
annan fundarstað. Heimilt er þó stjórn Búnaðarfélags
Islands að fresta samkomudegi, ef sérstakar ástæður em
fyrir liendi.
Auka-Búnaðarþing skal lialda, þegar stjórn félagsins
telur þess þörf eða meiri liluti fulltrúa óskar þess. Fundir
Búnaðarþings em lögmætir, ef minnst % lilutar fulltrúa
em á fundi. Afl atkvæða ræður úrslitum nema þar, sent
lög þessi mæla öðmvísi fyrir.
Á fyrsta Búnaðarþingi, eftir að búnaðarþingskosningar
bafa farið fram, úrskurðar Búnaðarþingið sjálft um lög-