Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 196
190
BUNAÐARRIT
stjómarnefndarmaður óskar þess. Hann á sæti á stjórnar-
fundum, en ekki atkvæðisrétt.
16. gr.
A skrifstofu félagsins skal halda dagbók yfir bréf, skýrsl-
ur og erindi, er félaginu og einstökum starfsmönnum
þess berast og félagið varðar. Skulu þau tölusett og efnis-
lega raðað í skjalasafni félagsins. Á sama hátt skal geyma
í skjalasafni félagsins samrit af öllum bréfum, er félagið
sendir frá sér. Einnig skulu einstakir starfsmemi geyma
hjá sér, eftir því sem ástæða þykir til, bréf, sem þeim
berast varðandi sitt starfssvið, ásamt afritum af bréfum,
er þeir senda frá sér.
17. gr.
Hjá félaginu starfa gjaldkeri og aðalbókari. Gjaldkeri
skal hafa sjóði félagsins í sínum vörzlum. Hann liefur
á hendi innheimtu tekna og annast allar greiðslur, eftir
nánari reglum, er stjómin setur. Einstakir reikningar
sérstakra starfssviða skulu þó fvrst viðurkenndir af lilut-
aðeigandi starfsmönnum.
Aðalbókari skal færa alla reikninga félagsins í því
fomii, sem krafizt er í gildandi lögum um bókbald.
18. gr.
Endurskoðendur skulu árlega rannsaka reikninga félags-
ins, telja sjóði þess og athuga eignarskírteini, enda eigi
þeir aðgang að öllum skjölum, hvenær sem er á starfs-
tíma félagsins, og er stjórn og starfsmönnum skylt að
veita þeim þær upplýsingar, sem þeim em nauðsynlegar
til framkvæmdar starfsins. Þeim ber ennfremur að kynna
sér starfrækslu félagsins yfirleitt og ásamt atbugasemd-
um sínum sérstaklega gera grein fyrir þeim afbrigðum,
er verða kynnu á einstökum liðum reikninganna frá
fjárhagsáætlun Búnaðarþings. Endurskoðandi landbún-
aðarráðunevtisins skoðast sérstaklega sem eftirlitsmaður