Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 201
BÚNAÐARÞING
195
gert til þess að fæla þau frá því að nota forkaupsrétt-
inn. Mjög kemur til atliugunar í þessu sambandi, að
öll sala á fasteignum fari fram á vegum viðkomandi
sveitarstjóma. Þetta mætti framkvæma á þann liátt,
að sveitarfélögin auglýstu viðkomandi eign í umboði
þess, er vill selja. Tæki síðan við tilboðum og annaðist
sölusamninga í samráði við liann. Kaupandi greiddi
andvirði eignarinnar til sveitarsjóðs, er síðan stæði
seljanda skil á því. Með þessu móti myndu sveitar-
stjómir í öllum tilfellum fylgjast vel með þeim eigna-
hreyfingum, sem fyrirhugaðar em í viðkomandi sveit-
arfélögum, hverjir sækjast mest eftir að ná umráða-
og eignarétti á einstökum stöðum. Jafnframt má ætla,
að þetta fyrirkomulag torveldi mjög óraunhæf tilboð
til sveitarfélaga, skapi meiri festu í framkvæmd
þessara mála, en skerði á engan hátt eignarétt seljanda,
heldur móti visst form í framkvæmd á sölu jarða.
2. Til þess að sveitarfélög liafi möguleika á því að not-
færa sér forkaupsrétt á jörðiun, er nauðsyn, að þau
hafi aðgang að lánsfé til kaupa áfasteignum. Því kemur
til athugunar að breyta blutverki J arðeignasjóðs ríkis-
ins í þá átt, að liann verði fyrst og fremst lánastofnun
til handa sveitarfélögum, og veiti þeim eingöngu lán
til kaupa á fasteignum umfram þau lán, sem fáanleg
kimna að verða hverju sinni í Veðdeild Búnaðarbanka
Islands. Lán þessi verði til alllangs tíma og með hóf-
legum vöxtum. Selji sveitarfélögin síðan þær jarðir,
sem keyptar eru fyrir framangreint lánsfé, verði heim-
ilt, að það fylgi jörðunum við þá sölu.
3. Taka þarf til rækilegrar atliugimar, hvort lögin um
ættaróðöl, ættarjarðir, erfðaábúð og sölu þjóð- og
kirkjujarða þjóna eðlilegum tilgangi og treysti í reynd
ábúð sömu ættar um lengri tíma á viðkomandi jörð-
um. J afnframt þarf að atliuga, hvort ekki sé full ástæða
til að auðvelda mönnum frekar en nú er, að losa óðals-
viðjamar af jörðum sínum.