Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 203
BÚNAÐARÞING 197
og gæðum vafalaust farið mjög hrakandi, og er nú svo
komið, að vanvirða er að.
Enn eru þó nokkrir bændur, sem hafa gott gagn af
fjárhundum sínum, og er ástæða til að læra af þeim áður
en þeir eru allir.
Víða er orðið strjálbýlt í sveitum landsins og mann-
fæð mikil við smölun sauðf jár í afréttum og lieimaliögum.
Er varla vansalaust að nýta ekki þá góðu aðstoð, sem
ræktaður og vel þjálfaður fjárhundur getur veitt.
Hér er því ástæða til að liuga að því, að taka upp
ræktun á liundum í sveitum landsins, og væri að menn-
ingarauki, ef vel tekst til.
Mál nr. 18
Erindi BúnaSarsambands SuSurlands varSandi þunga-
skatt af vörubifreiðum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing lítur svo á, að innheimta þungaskatts af
vörubifreiðum samkvæmt lögum nr. 23 frá 30. apríl 1970
bitni óeölilega þungt á íbúum landsbyggðarinnar, þar
sem langleiðaflutningar á landi eru óhjákvæmilegir. Tel-
ur þingið, að slíkt hafi ekki verið tilgangurinn með setn-
ingu nefndra laga, enda liafi samgöngumálaráðherra gef-
ið um það fyrirlieit í bréfi til Stéttarsambands bænda
dags. 11. febrúar 1971, að vænta megi ákvörðunar ráðu-
neytisins um afslátt á skattinum miðað við ekna vega-
lengd fram yfir 30.000 km á ári.
Þingið ályktar, að miklu máli skipti, að þessi afsláttur
komi til framkvæmda og verði þannig liagað, að þeir
njóti hans mest, sem við lengstar vegalengdir eiga að búa.
Felur þingið stjóm Búnaðarfélags Islands í samstarfi við
Stéttarsamband bænda að beita sér fyrir því, að á þessu
máli fáist sú leiðrétting, sem við megi una.