Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 204
198
BÚNAÐARRIT
Mál nr. 19
Erindi BúnaSarsambands SuSurlands um aSgerSir til
varnar því, aS fé verSi úti í óbyggSum.
MáliS afgreitt með eftirfaraudi ályktun, sem samþykkt
var með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjóm Búnaðarfélags Islands, að
vinna að því árlega að koma skipulagi á eftirleitir og ör-
æfaleitir með flugvélum, og þá einkum að leita eftir
samvinnu við landhelgisgæzluna um lausn á því verkefni.
Jafnframt verði farið fram á þátttöku ríkissjóðs í kostn-
aði við slíkar leitir.
GreinargerS:
1 allmörgum fjallskilafélöguin landsins liefur sá háttur
verið upp tekinn á undanförnum áram, að fá flugvélar
til að fljúga yfir afrétti með kunnuga menn í öryggis-
skyni að afstöðnum lögboðnum fjárleitum á liaustin.
Hefur þessi aðferð gefizt vel, og tekizt að finna og bjarga
til byggða mörgum skepnum, sem ella má ætla, að liefðu
orðið úti, því með þessum hætti liefur verið uunt að
kanna afrétti með viðráðanlegri fyrirhöfn, en í sumuin
byggðarlögum má segja, að varla sé á að skipa mannafla
til að framkvæma eftirleitir á gamla vísu. Ekki mun þó
liér yfirleitt hafa verið um að ræða verulega samvinnu
milli lireppa eða skipulagða flugleit á stóruni heiðasvæð-
um, heldur hefur livert fjallskilafélag fyrir sig samið
um leigu á flugvél, þegar hennar var kostur og bezt stóð
á, ýmist við landhelgisgæzluna, sein liefur lagt til þyrlu
til þessa verks, eða aðra aðila. Ætla má, að flugvélar
nýttust miklu betur til leitar og kostnaður minnkaði, ef
fyrir væru tekin stærri samfelld svæði og leituð án til-
lits til afréttarmarka, og þyrfti þá að skipuleggja sam-
starf. Eðlilegt væri, að Búnaðarfélag íslands gerði tilraun
til að gangast fyrir að koina þessu á, og semdi jafnframt
um leigu á flugvélum til starfans og jafnaði kostnaði