Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 210
204
BÚNAÐARRIT
sem verða mörpum þeirra verulegur fjárhagslegur
baggi fyrst um siim. Yerður ekki komizt hjá að bæta
úr því, og tryggja að öðm leyti betur en nú er, að
búnaðarsamböndin liafi fjárliagslega og félagslega að-
stöðu til þess að sinna því lilutverki, sem þeim er
ætlað. Sanngjarnt virðist, að þeir kúabændur, sem
ekki skipta við sæðingarnar, leggi nokkuð af mörkum
þar eð þeir njóta fljótlega góðs af kynbótastarfinu.
Svo hefur verið litið á, að í 7. gr. búfjárræktarlaga
væm ákvæði, sem tryggðu stöðu sambandanna að
þessu leyti, en valdið er raunar í höndum stjóma
nautgriparæktarfélaga eða kynbótanefnda og þyrfti
það í þessu falli að flytjast til búnaðarsambandanna
og jafnvel þörf að endurmeta, hvaða blutverki naut-
griparæktarfélög einstakra hreppa eiga að gegna.
d) Taka þarf upp ákvæði um fjárhundarækt, sbr. ný-
gerða ályktun Búnaðarþings á þsk. 65.
e) Þá telur nefndin sjálfsagt, að rækilega verði atliugað,
hvernig unnt verði að haga ákvæðum um framlög
vegna heyfyminga, samkvæmt tillögum stjórnar Bún-
aðarfélags Islands og búnaðarmálastjóra á þsk. 63.
Lítur nefndin svo á, að einskis megi láta ófreistað
til að stuðla að bættum ásetningi, og leggur álierzlu
á, að það verði liaft ríkt í huga við endurskoðun
laganna.
Mál nr. 27
Erindi Egils Bjarnasonar og Teits Björnssonar varSandi
greiSslu á ríkisframlagi samkvœmt. jarSrœktarlögum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samliljóða atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjóm Biinaðarfélags Islands að
beita sér fyrir því, að kannaðir verði möguleikar á að
greiða ríkisframlag samkvæmt jarðræktarlögum á sama
ári og framkvæmdin er tekin út.