Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 218
212
BÚNAÐARRIT
GreinargerS:
Það hefur að undanfömu mikið verið rætt um meugun,
sem víða um heim hefur orðið vart í lofti, láði og legi.
Við Islendingar höfum eim sem komið er minna af þessu
að segja en ýmsar aðrar þjóðir. Það er því skylda okkar
að vera vel á verði í þessum efnum. Stóriðja er hafin í
Straumsvík, og er fyrirhuguð stækkun á álverksmiðjunni
þar. Komið hefur í ljós, að mengunarhætta stafar frá
verksmiðjunni, en þá hættu má minnka verulega með
sérstökum tækjum, sem hreinsa burt hættuleg úrgangs-
efni. Hjá öðrum þjóðum er yfirleitt talið nauðsynlegt að
hafa lireinsitæki í verksmiðjum sem þessum. Það er því
tímabært að gera þá kröfu, að sett séu hreinsitæki í ál-
verið í Straumsvík, svo mengunarhættan minnki frá því
sem nú er. 1 þessu sambandi nægir að minna á umsögn 37
líffræðinga um skýrslu Rannsóknastofnunar iðnaðarins,
en í skýrslunni segir m. a. „að jórturdýr þoli flúormagn,
sem sé allt að 30—40 ppm. af þurrefni fóðurs, en 60—100
ppm. orsaka alvarleg veikindi. Rannsóknir þeirra Bjöms
Sigurðssonar og Páls A. Pálssonar á flúoreitrun í sauðfé
eftir Heklugosið 1947—1948 benti til þess, að flúoreitr-
unar megi vænta, fari flúormagn yfir 30 ppm. í þurrefni
fóðurs.
Mál þetta var afgreitt með eftirfarandi tillögu jarðrækt-
arnefndar, sem samþykkt var með 25 samliljóða atkv.:
Jarðræktarnefnd leggur til við Búnaðarþing, að það
samþykki tillögu til þingsályktunar, mál nr. 40. þing-
skjal 48, frá stjórn Búnaðarfélags Islands varðandi ál-
bræðsluna í Straumsvík.
Mál nr. 41
Frumvarp til laga um viSauka viS lög nr. 45 um breyt-
ing á girSingalögum frá 29. apríl 1967. Frá Birni GuS-
mundssyni og Birni Haraldssyni.