Búnaðarrit - 01.01.1971, Side 219
BÚNAÐARÞING 213
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhljóða atkvæðum:
Biinaðarþing mælir með því, að Alþingi samþykki við-
anka við lög nr. 45 um breytingar á girðingarlögum, er
lagt hefur verið fram á Alþingi af landbúnaðamefnd n. d.
Alþingis.
GreinargerS:
Með þeirri breytingu, sem gerð var á girðingarlögum 1967,
voru hugsanlegar girðingar á afréttarmörkum hreppa
heimfærðar imdir girðingarlög, að því er virðist, án þess
að sett væm í lögin nauðsynleg sérákvæði um afréttar- og
öræfagirðingar.
Af þessum sökum hefur þegar skapazt deiluefni, sem
ekki hefði þurft að verða, hefði Alþingi tekið mál
þetta fastari tökum 1967 en raun varð á.
Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, á að bæta úr í
þessu efni.
Með girðingum ræktunarlanda og lieimahaga annars
vegar, en afréttar- og öræfagirðingum liins vegar, er
margt allfrábmgðið, en allt fram til ársins 1967 hafa
girðingarlög eingöngu verið miðuð við hinar fyrrtöldu.
Hlutverk girðinga er tvíþætt, vörn gegn ágangi búpen-
ings og geymd búpenings. Hvomgu þessu hlutverki
geta afréttargirðingarnar yfirleitt fullnægt til hlítar, held-
ur mundu þær veita mismunandi hömlur. Girðingar-
stæði á mörkum hreppa og sýslna á landi hér, munu
víðast hvar vera ónothæf vegna hálendis, landslags eða
snjóþyngsla. Á öðrum stöðum meira eða minna vafasöm.
Það er því óliyggilegt í meira lagi að veita öðrum aðila
hugsanlegar afréttar- eða öræfagirðingar einhliða ákvörð-
unarrétt um lagningu slíkrar girðingar, svo sem rétt
þykir um girðingar í hyggðum landsins, sem engin vand-
kvæði em á að leggja, né nokkur vafi á um gagnsemi.
Næst girðingarstæði og ekki síður þýðingarmikið at-
riði er það, hvort um ágang óviðkomandi búfjár sé að