Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 220
214
BÚNAÐARRIT
ræða á lönd þeirra, er girðingar óska og hve mikinn —
hvort ekki gæti verið liagkvæmara að jafna slíkar sakir
með samkomulagi um hagatolL
Loks er það eðlilegt og sanngjamt, að úrskurðaður
kostnaður vegna afréttargirðingar skiptist á þá hreppa
alla, er eiga samliggjandi afrétt þeim megin girðingar,
sem úrskurðað er, en ekki aðeins þá hreppa, hverra
lönd liggja að girðingunni. Eðlileg skipting þess kostn-
aðar er magn þess fjár, sem hreppar þessir hver um
sig og allir til samans hafa að meðaltali fengið af hinni
afgirtu afrétt áður en girt var.
Lagt er til, að sýslunefnd eða sýslunefndum sé falið
að úrskurða ofangreind atriði, samanber 1. grein. Má
líta svo á, að þeim sé öðrum fremur treystandi til hlut-
leysis vegna þekkingar á þessum efnum.
Mál nr. 42
Erindi Búnaðarsambands Eyjafjar&ar um rannsókn á út-
breiðslu arfa.
Var vísað til jarðræktarnefndar, en hlaut ekki afgreiðslu.
Mál nr. 43
Erindi Sigmundar Sigurðssonar um leiðbeiningastarfsemi
í svína- og alifuglarækt.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 21 samliljóða atkvæði:
Búnaðarþing telur, að hérlendis liafi þegar skapazt
verulegur og vaxandi markaður fyrir svína- og alifugla-
afurðir, þannig að víst sé, að þessar búgreinar eigi fram-
tíð fyrir sér. Því telur þingið eðlilegt, að þeir, sem þessa
framleiðslu stunda, þurfi á öflugu leiðbeiningastarfi og
ræktunarforystu að halda. Búnaðarþing felur því stjórn
Búnaðarfélags Islands að vinna að því að framkvæma 5.