Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 221
BÚNAÐARÞING
215
kafla búfjárræktarlaga á þann hátt, sem vænlegast þykir
til framfara, og beina auknum starfskröftum að þessu
verkefni eftir föngum. 1 þessu sambandi vill þingið benda
á, að óheppilegt er, að ráðunautar félagsins liafi ekki
skrifstofu í aðalstöðvxmi félagsins, þar sem þeim væri
samkvæmt erindisbréfi skylt að vera til viðtals á tiltekn-
um tímum. Má ætla, að núverandi tilhögun dragi úr
tengslun þeirra ráðunauta, sem svo er háttað um bæði
við yfirstjórn félagsins og þá framleiðendur, sem þeim
er ætlað að leiðbeina.
Mál nr. 44
Frumvarp til laga um náttúruvernd. Sent af menntamála-
nefnd e. d. Alþingis.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir með, að Alþingi samþykki frum-
varp til laga um náttúruvernd, með eftirfarandi breyt-
ingum:
1. 4. gr. 2. liður bætist við „Búnaðarfélag íslauds“.
2. 11. grein 2. málsgrein orðist þannig: Á eftir fyrstu
málsgrein komi: „Nú veldur umferð truflun á nýtingu
afréttarlanda, er þá umráðamönnum þeirra heimilt að
auglýsa og merkja ákveðnar leiðir um löndin, í sam-
ráði við náttúruvemdamefnd.“
3. málsgrein: „Gangandi fólki er heimilt að fara um
óræktuð og ógirt lönd manna í því skyni að njóta
náttúrannar, enda hafi umferð þess ekki í för með
sér óhagræði fyrir landeigendur, eða aðra réttarbafa
að landinu. För um afgirt heimalönd er liáð leyfi for-
ráðamanna, svo og dvöl þar.“
3. 12. grein orðist þannig:
„Almenningi er heimilt að lesa ber, sem vaxa villt á
óræktuðu landi utan lögbýla, til neyzlu á vettvangi.