Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 223
BÚNAÐARÞING
217
Mál nr. 45
Erindi varSandi rajorhuverS til ÁburSarverksmiSjunnar
og fleira.
Bi'maðarþing ályktar að beina þeirri áskorun til stjómar
Biinaðarfélags Islands, að hxin vinni að því við ríkis-
stjómina, svo sem verða má,
aS felldir verði niður tollar og söluskattur af efni og
vélum til stækkunar Aburðarverksmiðju ríkisins,
aS raforka verði eigi seld Áburðarverksmiðju ríkisins
hærra verði en álverinu í Straumsvík og
aS raforka til áburðarframleiðslu verði undanþegin sölu-
skatti.
GreinargerS:
Tillaga sii, sem hér er fram borin, er að mestu samhljóða
tillögu, er samþykkt var með samhljóða atkvæðum á
síðasta aðalfundi Stéttarsambands bænda.
Eigi er um að villast, að það er ekki aðeins hagsmuna-
mál bændastéttarinnar, heldur og allrar þjóðarinnar, að
verði á áburði sé haldið í skefjum. Áburðarverð þarf að
vera lilutfallslega lægra en verð á erlendu kjamfóðri —
og lielzt svo að miklu inuni. Tillaga sú, sem hér er borin
fram, er spor í rétta átt, ef framkvæmd yrði.
Þá verður það að teljast alls kostar óviðeigandi og
raunar hrein óhæfa, að raforka til innlendrar áburðar-
framleiðslu sé eða verði seld hærra verði en til erlendrar
álframleiðslu.
Gísli Magnússon, Hjalti Gestsson,
Magnús SigurSsson, FriSbert Pétursson.
Þórarinn Kristjánsson,
Málið var afgreitt með eftirfarandi ályktun allsherjar-
nefndar, sem samþykkt var með 22 samliljóða atkvæðum:
Allsherjarnefnd mælir með, að Búnaðarþing samþykki
ályktun á þingskjali nr. 54.