Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 248
242
BÚNAÐAKRIT
aðarþings og Búnaðarfélags Islands, sem unnið hafði í
þágu þingsins.
Því næst minntist forseti setu sinnar á Búnaðarþingi
frá 1939, sem fulltrúi og síðar sem forseti og kvað liafa
verið ánægjulegt að vinna að þessum störfum fyrir
bændastéttina, með ágætum samstarfsmönnum, sem allir
hefðu unnið af einlægum metnaði fyrir íslenzka bændur,
þakkaði öllum, lifandi og látnum, ágæta samvinnu og
óskaði að síðustu hinni nýkjörnu stjóm Búnaðarfélags
Islands liamingju í störfum.
Þá tók elzti fulltrúi á Búnaðarþingi, Gísli Magnússon,
til máls og þakkaði forseta ágæta og drengilega fundar-
stjóm og þakkaði einnig öðm starfsliði þingsins. Þalck-
aði hann forseta þriggja áratuga starf, sem fyrirsvars- og
trúnaðarmanni íslenzkra bænda, er hefði jafnan notið
trausts stéttarinnar, bæði í sókn og vörn. Bar liann að
síðustu þá ósk fram, að forseta mætti lengi endast líf og
hreysti til að vinna að áhugamálum sínum.
Einar Ólafsson þakkaði forseta ágætt samstarf í stjórn
Búnaðarfélags Islands og á Búnaðarþingi og kvað liann
hafa verið samnefnara íslenzkra bænda, sem vakið hefði
atliygli bæði innanlands og utan vegna heillandi fram-
komu sinnar.
Þá þökkuðu þeir Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri
og Ásgeir L. Jónsson forseta langt og gott samstarf á
vegum Búnaðarfélagsins, en að lokum tók Ásgeir Bjarna-
son til máls og minntist þess, að Þorsteinn Sigurðsson
hefði verið sá 10. í röðinni af forsetum Búnaðarfélags
Islands og taldi hann einn hinn merkasta þeirra og ósk-
aði, að hann mætti lengi njóta ávaxtanna af starfi sínu.
Að síðustu bauð hann Hjört E. Þórarinsson velkominn
til starfa í stjóm Búnaðarfélags Islands.
Að síðustu þakkaði forseti góð orð og góðvild í sinn
garð, óskaði fulltrúum góðrar ferðar og heimkomu og
að Búnaðarfélag Islands megi eflast að virðingu um alla
framtíð, og sagði svo þessu 53. Búnaðarþingi slitið.