Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 250
244
BUNAÐARRIT
léttu undir með fóðrun lirossa, og sums staðar var fé
líka beitt að staðaldri. Apríl var sérstaklega kaldur um
norðaustanvert landið, og um land allt var veðráttan
fremur köld, þar til í lok mánaðarins að gerði góða
bláku um land allt, og gerðu sér þá allir vonir um, að
vel myndi vora. En þær vonir brugðust að verulegu leyti.
Maí reyndist 0,8° C kablari en í meðallagi, sérstaklega
var þó kalt í nyrztu héruðum landsins. Fyrri liluti maí
var tiltölulega blýrri en síðari hluti mánaðarins, og komu
Jiví sauðfjárhagar upp, nema í allra köldustu sveitum
eins og Árneshreppi. TJrkoma í maí var 75% yfir meðal-
lagi og mest á Suðurlandi, Vesturlandi og vestanverðu
Norðurlandi. Þessi mikla úrkoma, einkum síðari hluta
mánaðarins, orsakaði óbagstæða sauðburðartíð. Vegna
kuldatíðar fór gróðri lítið fram í maí, og jarðkali minnk-
aði liægt. Víðast kom þó dálítil sauðnál snemma í maí,
en var livergi fullnægjandi fyrir lambær.
Að kvöldi 5. maí gaus Hekla, fyrst vikur- og öskugosi,
sem hraungos fylgdi. Þá var vindur á sunnan og suð-
austan. Dreifði vindurinn J)ví vikri og ösku á svæðið
norðan og norðvestan Heklu allt norður í hafsauga. Vikur-
inn féll einkum í næsta nágrenni norðvestan Heklu í
Þjórsárdal, á Flóa- og Skeiðamannaafrétt og niðurhluta
Hrunamannaafréttar, en fínni askan barst lengra. Aðal-
öskusvæðið fylgdi að austan línu úr Heklu norður á
Skaga, en að vestan var Hnan ójafnari og lá í sveig um
Hreppa og Biskupstungur norðvestur um hálendið ofan
Laugardals um uppsveitir Borgarfjarðar og allt vestur
undir ísafjarðardjúp. Vikurlagið var um 8—12 cm ])ykkt
í Þjórsárdal, en öskulagið allt að 1 cm efst í Hreppum og
Biskupstungum og frá Y2-—1 cm í Víðidal og Vesturhópi.
Á jöðrum öskufallssvæðisins var öskulagið mjög ])unnt,
og sums staðar mátti varla greina ösku, þótt mein vrði að
henni. Annars var öskufallið mjög mismikið á ýmsum
stöðum, eins og bún félli í skúrum. Sem betur fór var
aðalöskufallið aðeins fvrstu nóttina eftir gosið, })ó dálítil